Meðmælendur með umsókn

Við höfum ákveðið að breyta verklagi í kringum umsóknarferlið okkar og biðjum um að nemendur tilgreini meðmælanda í stað þess að fá uppáskrifað meðmælabréf eins og áður hefur tíðkast.

Það gerir það að verkum að umsækjandi þarf að vera í sambandi við sinn þjálfara og fá leyfi hans til að láta tengiliðaupplýsingar um hann fylgja í umsókn viðkomandi á sviðið. Með þessu er þjálfari meðvitaður um ferlið frá upphafi og við getum fengið umsagnir um nemendur.

Hér er umsóknareyðublaðið sem er rafrænt

https://forms.office.com/r/vrgzXDMZ1c

með kærri fyrirfram þökk

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri

13. afhending landsliðsstyrks afreksíþróttasviðs

Það voru óvenju fá landsliðsverkefnin síðasta haust af völdum heimsfaraldursins. Dagbjartur Sigurbrandsson golfari tók þátt á EM karla sem var í Hollandi 9.-12. september. sland var einu höggi frá því að spila í A riðli. Liðið spilaði í B riðli og vann hann svo að Íslandi endaði í 9 sæti . Dagbjartur endaði í T22 í einstaklingshöggleiknum. Nánar er um þetta fjallað í þessum fréttum hér:

https://www.mbl.is/sport/golf/2020/08/17/landslidin_valin_fyrir_em
https://www.kylfingur.is/frettir/karlalandslidid-endadi-i-9-saeti-a-em

Morgunæfingar í boði afreksíþróttasviðs

Miðvikudaginn 10. febrúar ætlar afreksíþróttasviðið að bjóða upp á opnar æfingar sem hluta af dagskrá þemadaga skólans. Um er að ræða tvær æfingar sem hefjast kl. 9 og 10, og eru með sitt hvorri áherslunni. Fyrri æfingin er með áherslu á liðleika og síðari æfingin með áherslu á styrk.

Æfingarnar eru í umsjón Arnórs Ásgeirssonar íþróttafræðings og styrkþjálfara og Ölmu Kristmannsdóttur sjúkraþjálfara

kl. 9:00 – Opnar æfingar á afreksíþróttasviði – heimaæfingar – Áhersla á liðkun https://youtu.be/p90c7FAIZ-w

Tímaseðill:

Liðkun og flæði 15-20 mín (Alma)

Styrkur 15 mín (Arnór)

Teygjur og slökun 10 mín (Alma): 


kl. 10:00 – Opnar æfingar á afreksíþróttasviði – heimaæfingar – Áhersla á styrk

https://eu01web.zoom.us/j/5286151095

Tímaseðill:

Liðkun og flæði 10 mín (Alma)

Styrkur 25 mín (Arnór): 

Teygjur og slökun 10 mín (Alma)

gangi ykkur vel!

Verðlaun fyrir námsárangur á afreksíþróttasviði við útskrift – haust 2020

Það er fátt venjulegt við þetta ár, eins og t.d. útskriftin sem er framundan. Þar ætlum við að byrja nýtt fyrirkomulag við viðurkenningar sem kynnt var í vor í annarri tilkynningu. Í ár verða veittar viðurkenningar þeim tveimur nemendum sem hafa áunnið sér hæstu meðaleinkunn úr áföngum á afreksíþróttasviðinu. Þau fá POLAR FT7 púlsúr að launum svo þau viti hvað hjartað þeirra slær á erfiðum æfingum.

Það er reyndar líka mikilvægt upp á framtíðina hlusta á og fylgja hjartanu því við óskum öllum nemendum okkar þess að þau hafi kjark og dug til að eltast við sína drauma, í hverju sem þeir geta verið fólgnir.

Verðlaunin í ár fyrir frábæran námsárangur á afreksíþróttasviði fá

Ingi Þór Ólafsson, kylfingur

Ingi Þór úti á golfvelli, hvar annarsstaðar?

Karítas María Arnardóttir, fótboltakona

Karítas María í leik með Fram (eigandi myndar er Kidditr)

Við óskum þeim tveimur innilega til hamingju með frábæran námsárangur hjá okkur á tíma sínum í skólanum.

Adda Sólbjört HögnadóttirHandbolti
Edda Björg EiríksdóttirFótbolti
Egill Árni JóhannessonHandbolti
Elvar Karl AuðunssonFrjálsar íþróttir
Emil Skorri Þorsteins BrynjólfssonFótbolti
Guðni Emil GuðnasonFótbolti
Heiðrún Anna HauksdóttirFimleikar
Hrafnhildur Jónsdóttir KvaranHandbolti
Ingi Þór ÓlafsonGolf
Jóhann Árni GunnarssonFótbolti
Jón Kristinn IngasonFótbolti
Karítas María ArnardóttirFótbolti
Leó Ernir ReynissonFótbolti
Lilja Nótt LárusdóttirFótbolti
María Eir MagnúsdóttirFótbolti
Ólafur Már EinarssonFótbolti
Sigursteinn ÁsgeirssonFrjálsar íþróttir
Tumi Steinn RúnarssonHandbolti
Þórður Gunnar HafþórssonFótbolti
Útskriftarhópurinn haust 2020 – 19 nemendur sem er með því allra mesta frá upphafi 🙂

Vegna sóttvarna verður því miður ekki hægt að taka hópmynd eins og gert hefur verið undanfarin ár.

Gangi ykkur ótrúlega vel!

með bestu kveðju

SÞ, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs og kennarar AFR

Uppfærð inntökuskilyrði og nýtt umsóknareyðublað

Tilkynning um breytt fyrirkomulag umsókna á afreksíþróttasviði

Við höfum uppfært inntökuferlið okkar með því að breyta umsóknareyðublaði í rafrænt skjal sem hægt er að fylla út á netinu. Skjalið er hægt að nálgast hér á hlekknum fyrir neðan og mun gera ferlið skilvirkara. Þá hefur verið horfið frá kröfu um skrifleg meðmæli og er þess í stað beðið um upplýsingar um meðmælanda sem hefur veitt samþykki fyrir því. Haft verður samband við þá meðmælendur eftir því sem við á.

Umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið – VORÖNN 2021

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.-30. nóvember nk.

Tilkynning um breytt inntökuskilyrði á afreksíþróttasviði

Ákveðið hefur verið að útvíkka þau skilyrði sem þarf til að uppfylla skilyrði á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Áður var miðað við eingöngu íþróttir sem eru sambandsaðili að ÍSÍ. Í dag er miðað við eftirfarandi:

Miðað er við að nemendur stundi íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara “

*Afreksíþróttasvið áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef sýnt þykir að umrætt íþróttastarf standist ekki kröfur sviðsins sem gerðar eru um skipulag æfinga og þjálfun undir stjórn þjálfara.  

Fyrirspurnum varðandi ofangreint fyrirkomulag svarar verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Sveinn Þorgeirsson, í tölvupósti sveinn.thorgeirsson@borgo.is

Uppfært fyrirkomulag umsókna á afreksíþróttasvið

Í takt við tíðarandann og tæknina höfum við uppfært umsóknarferlið okkar.

Nú gildir að sækja um í skólann í gegnum INNU hér https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ og fresturinn er til 30. nóvember nk.

OG

Fylla út eftirfarandi umsóknareyðublað sem inniheldur upplýsingar um íþróttahlið námsmannsins.

https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=cXHR5FPAvkCl_fPauSMVJpM5vhgbTW1AtfnlzB2zU-RUMTNIWFI4M0NXVEEwVEY1QjFaWEdWMllWMS4u

Ef það eru einhverjar spurningar, vinsamlegast hafið samband við verkefnisstjóra

Sveinn Þorgeirsson, sveinn.thorgeirsson@borgo.is