Meðmælendur með umsókn

Við höfum ákveðið að breyta verklagi í kringum umsóknarferlið okkar og biðjum um að nemendur tilgreini meðmælanda í stað þess að fá uppáskrifað meðmælabréf eins og áður hefur tíðkast.

Það gerir það að verkum að umsækjandi þarf að vera í sambandi við sinn þjálfara og fá leyfi hans til að láta tengiliðaupplýsingar um hann fylgja í umsókn viðkomandi á sviðið. Með þessu er þjálfari meðvitaður um ferlið frá upphafi og við getum fengið umsagnir um nemendur.

Hér er umsóknareyðublaðið sem er rafrænt

https://forms.office.com/r/vrgzXDMZ1c

með kærri fyrirfram þökk

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri

Uppfærð inntökuskilyrði og nýtt umsóknareyðublað

Tilkynning um breytt fyrirkomulag umsókna á afreksíþróttasviði

Við höfum uppfært inntökuferlið okkar með því að breyta umsóknareyðublaði í rafrænt skjal sem hægt er að fylla út á netinu. Skjalið er hægt að nálgast hér á hlekknum fyrir neðan og mun gera ferlið skilvirkara. Þá hefur verið horfið frá kröfu um skrifleg meðmæli og er þess í stað beðið um upplýsingar um meðmælanda sem hefur veitt samþykki fyrir því. Haft verður samband við þá meðmælendur eftir því sem við á.

Umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið – VORÖNN 2021

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.-30. nóvember nk.

Tilkynning um breytt inntökuskilyrði á afreksíþróttasviði

Ákveðið hefur verið að útvíkka þau skilyrði sem þarf til að uppfylla skilyrði á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Áður var miðað við eingöngu íþróttir sem eru sambandsaðili að ÍSÍ. Í dag er miðað við eftirfarandi:

Miðað er við að nemendur stundi íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara “

*Afreksíþróttasvið áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef sýnt þykir að umrætt íþróttastarf standist ekki kröfur sviðsins sem gerðar eru um skipulag æfinga og þjálfun undir stjórn þjálfara.  

Fyrirspurnum varðandi ofangreint fyrirkomulag svarar verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Sveinn Þorgeirsson, í tölvupósti sveinn.thorgeirsson@borgo.is

Elín er á forsíðunni

Í haust kom markaðsfyrirtækið SAHARA í heimsókn og tók upp efni til að nýta í kynningar á afreksíþróttasviðinu. Þau Elín og Viktor Andri gerðu það með glæsibrag og nú er það efni komið í dreifingu. Flott reynsla fyrir þau og útkoman góð 🙂

Innilega til hamingju og gleðileg jól!

Jólaútskriftin okkar fór fram á föstudaginn og var hún haldin hátíðleg í Borgarholtsskóla. 9 nemendur útskrifuðust frá afreksíþróttasviðinu ásamt fleirum sem höfuðu tekið einn eða fleiri áfanga með okkur. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann!

Nemendur fengu púlsúr IGNITE frá POLAR sem viðurkenningu á þessum áfanga eins og hefð hefur verið fyrir.

Hér er svo hópurinn glæsilegi að athöfn lokinni ásamt verkefnisstjóra og skólameistara.

Frá vinstri, Sveinn verkefnisstjóri, Arnór, Viktor, Hrannar, Grímur, Nikulás, Kristín, Sigurður, Þórunn og Lovísa ásamt Ársæli skólameistara.