RISAFRÉTT: NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS

Það má segja að árið 2017 byrji með stæl! Í dag var skrifað undir samninga milli Borgarholtsskóla og Fjölnis um starfsemi afreksíþróttasviðsins og aukið samstarf aðilanna tveggja. Ennfremur var undirritaður samningur við Reginn og Reykjavíkurborg um byggingu íþróttahúss með tveimur löglegum handboltavöllum á.

Á myndinni má sjá Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis, Dag. B. Eggertsson borgarstjóra og Ársæl skólameistara okkar undirrita samninginn í dag.

Það þarf ekki að fjölyrða um hve mikil bylting þetta er fyrir boltagreinar í Grafarvoginum. Við höfum lengi búið við aðstöðuleysi og sótt aðstöðu í nágrannasveitarfélög. Nú mun hinsvegar rísa frábært hús á góðum stað þar sem sviðið fær að blómstra.

Hlökkum til framtíðarinnar og til hamingju nemendur á afreksíþróttasviði og verðandi nemendur!

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri

Logi og Arnar Huginn í þýskuferð til Berlínar

Þýsku áfanginn 503 fór til Berlínar í skoðunarferð og það vildi svo heppilega til að Füchse var að spila á sunnudeginum, svo Logi fékk þá geggjuðu hugmynd um að fá að horfa á æfingu hjá þeim á laugardegi svo það var sett sig í samband við Bjarka má og fengum við Logi að fara á æfinguna ( og með leyfi frá kennurum til að komast undan dagskrá ) æfingin var í rólegri kantinum og hitað var upp í skallatennis og allir leikmenn liðsins voru frekar lúnknir í því. Þar sem þetta var síðasta æfing fyrir leik hjá þeim fóru þeir yfir kerfi og eftir það lauk æfingunni. Það sem var athugavert á æfingunni var hvað allir leikmennirnir voru rólegir og yfirvegaðir. Svo tókum við líka eftir að sumir þeirra voru bara stórir krakkar sem finnst gaman að leika sér. Daginn eftir fór svo hópurinn á leik Füchse Berlin – Erlangen sem endaði með sigri Füchse Berlin.

14876339_10207927551811289_1388657623_o

 

44% af U17 ára landsliði í handbolta karla á afreksíþróttasviðinu!

Það er skemmtileg tölfræði í U17 ára landsliði karla sem á verkefni framundan í Frakklandi nú eftir fáar vikur. Þarna eigum við 7 fulltrúa eða 44% liðsins í þeim Arnari, Arnór, Daníel, Óla, Jóni, Tuma og Goða, og þess að auki er Aron Breki einnig hjá okkur, en hann er varamaður í þessum hópi. Við óskum landsliðinu góðs gengis á æfingum og í verkefninu í Amiens í Frakklandi.

Þess má geta að þeir nemendur sem fara í út í landsliðsferðir fá landsliðsstyrk í vetur fyrir ferðinni og það er því stór hópur í vetur sem fær slíkan styrk.

screen-shot-2016-10-18-at-15-11-54

Berglind og Helena í INSTEM

Tvær handboltastelpur úr afrekinu, þær Helena og Berglind voru valdar til að vinna að Evrópuverkefni í síðasta mánuði. Við fengum þær til að lýsa þessu verkefni stuttlega fyrir okkur.

Instem Evrópuverkefni

Við tókum þátt í skemmtilegu Evrópuverkefni í skólanum ásamt sex öðrum nemendum. Verkefnið fólst í því að hafa einn nemanda heima hjá okkur í viku og að vera með þeim öllum stundum.

Nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu komu frá Ítalíu, Litháen, Tyrklandi og Luxemborg. Frá hverju landi komu tveir nemendur og tveir kennarar. Við fengum stelpur frá Tyrklandi og Litháen.

Við tókum þátt í ýmsum verkefnum í skólanum og skoðuðum helstu staði landsins t.d. Árbæjarsafnið, Reykjadal og auðvitað Gullnahringinn.
14672741_10209463443854397_1343728287_oÞetta var ótrúlega þroskandi og gefandi verkefni. Þá sérstaklega að kynnast þessum krökkum og þeirra menningarheimi og fara með þeim í allar ferðirnar.

Næsta vor förum við svo til Litháens í viku og þá munum við fá að kynnast einhverri fjölskyldu og taka þátt í skemmtilegum ævintýrum

14625751_10209463443894398_1934558092_o
Við mælum með fyrir alla sem sem eiga þess kost að taka þátt í svona verkefni.

Takk fyrir okkur ?

Sara Margrét aftur til USA

Sara Margrét Brynjarsdóttir fór ásamt tveimur Fjölnisstelpum til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til New Jersey þar sem þær spila með liði New Jersey í nokkurs konar forkeppni US Nationals sem er í vor.

Sara Margrét sem er með bandarískt ríkisfang hefur áður farið út með liðsfélögum sínum. Að þessu sinni fóru þær út á fimmtudaginn síðasta og koma heim þriðjudag.

Í þessari forkeppni mæta þær liðum frá New York, Boston og Washington DC.

12400803_768955499876155_7592815271043408501_n

Á meðfylgjandi myndum má sjá stelpurnar í keppnisbúning New Jersey liðsins og Söru Margéti til vinstri.

 

Þetta er algjört ævintýri enda er handboltinn að vaxa þarna vestanhafs og gaman að taka þátt í því. Við óskum Söru góðs gengis og góðrar heimkomu einnig!

með kveðju
Sveinn og Addi, þjálfarar í handboltanum

Nýnemaferð á föstudag

Á föstudag munu nýnemar afreksíþróttasviðs fara í svokallaða samhristingsferð saman. Markmiðið er að hópurinn kynnist og geri eitthvað skemmtilegt saman. Brottför er frá skólanum kl. 8:15 og er áætluð heimkoma kl. 15:00.

Farið verður með rútu að Drumboddsstöðum þar sem nemendur munu klæða sig í flotgalla og fara svo í flúðasiglingu niður Hvítá. Að siglingu lokinni verður boðið upp á ljúffengan grillmat.

Nauðsynlegt er að klæðast hlýjum fötum sem hægt er að vera í innanundir flotgallanum. Einnig er nauðsynlegt að hafa aukaföt því nemendur munu blotna rækilega í flúðasiglingunni. Gufubað og búningsherbergi eru í boði fyrir nemendur eftir ferðina.

Afreksæfingar byrjaðar

Æfingar eru byrjaðar á fullu í knattspyrnu, golfi, handbolta og körfubolta á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Við fögnum nýnemunum sem eru 42 að þessu sinni. Hópurinn lítur vel út og passar vel inní prógrammið.

Framundan eru mælingar hjá nýnemum, hlaupagreining og líkamsbeiting. Í framhaldi af því fara nýnemar í forvarnaræfingar hjá Ásmundi Arnarsyni sjúkraþjálfara.