Finnur landsliðsþjálfari kom í heimsókn!

Á dögunum fengum við frábæran gest á afreksíþróttasviðið í Borgó. Þar var mættur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks KR í körfubolta og aðstoðarlandsliðsþjálfari A liðs karla.

Nemendur fengu góða leiðsögn og fóru í gegnum mikilvæg atriði í tækniatriðum körfuknattleiks. Við þökkum Finni fyrir heimsóknina og vonandi fáum við hann aftur í heimsókn síðar.

12719293_10154062790022147_8257179815663574888_o 12772047_10154062790902147_5938283434086565590_o

Ný kynning

Þessi verður hér þangað til 3. mars þegar opna húsið verður. Þá kemur inn ný og uppfærð kynning. Þessi var haldin fyrir fótboltastráka í Fjölni 3. febrúar.

Góð heimsókn á afreksíþróttasviðið frá mfl. þjálfurum Fylkis!

Knattspyrnunemendur okkar fengu góða heimsókn frá þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna í Fylki. Þeir Hermann Hreiðarsson og Eiður Ben Eiríksson stjórnuðu æfingunni af miklum myndarbrag. Við þökkum þeim fyrir góða heimsókn, alltaf áhugavert að fá góða þjálfara í heimsókn.

WP_20160125_11_45_19_Pro.jpg WP_20160125_11_49_50_Pro.jpg

með kveðju

Þjálfarar knattspyrnu og Sveinn verkefnisstjóri

 

Nemendur á afreksíþróttasviði á RIG ráðstefnunni

8 nemendur frá AIS Borgó lögðu leið sína í HR í gærkvöldi til að hlýða á fyrirlestra sem haldnir voru í tengslum við Reykjavik International Games 2016. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru að þessu sinni og fengu nemendur verkefni til að vinna upp úr þessum erindum. Meðal annars var fjallað um styrkþjálfun barna og langtímaþróun íþróttamannsins, ásamt því þegar Dwain Chambers svaraði spurningm um það hvernig það var að koma til baka eftir lyfjabann. Sem sagt, hellingur af áhugaverðu.

IMG_20160122_143700

Hér má nálgast efni þeirra fyrirlestra sem fluttir voru.

http://rig.is/index.php/lectures-100

Sveinn Þorgeirsson