Sækja um

Umsóknarferlið

Nemendur sem stunda “íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara” eiga möguleika á að sækja um á afreksíþróttasviði eftir breytingar á inntökuskilyrðum.

Kröfur til nemenda

Að hafa æft sína íþrótt, öðlast góða færni og að vera virkur iðkandi í íþróttafélagi *Afreksíþróttasvið áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef sýnt þykir að umrætt íþróttastarf standist ekki kröfur sviðsins sem gerðar eru um skipulag æfinga og þjálfun undir stjórn þjálfara.  

Í þeim greinum sem fjöldi er fyrir hendi eru sérstakar tækniæfingar og eru þær m.a. í fótbolta, handbolta, körfubolta, golfi, íshokkí og borðtennis svo nokkuð sé nefnt. Fyrir nemendum í öðrum íþróttagreinum er boðið upp á sérstaka fundi og verkefni sem styðja við þjálfun nemandans sem íþróttamanns.

1. Velja afreksíþróttasvið sem kjörsvið við þá bóknámsbraut eða annað svið við BHS sem þú vilt stunda. Það er gert í gegnum INNU á https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ á tilgreindum tíma, sjá www.menntagatt.is.

2. Skila inn rafrænni umsókn ásamt upplýsingum um meðmælanda. Það er hægt að nálgast umsóknareyðublaðið hér:

Umsóknareyðublað afreksíþróttasviðs fyrir vorönn 2021

________________________________________

Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félagsfræði-, náttúrufræði- og viðskipta- og hagfræðibraut). Þá eru einnig fyrir hendi möguleikar á námi við félagsliðabraut og málmiðnaðarbrautir skólans og hvetjum við áhugasama um að setja sig í samband við verkefnisstjóra til að fá frekari svör.

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Nemandi fær fimm fein-einingar á önn fyrir að stunda nám á afreksíþróttasviði. Þessar einingar nýtast til stúdentsprófs.

Nemendur á afreksíþróttasviði taka 5 einingar á önn í sinni íþróttagrein, knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik eða golfi. Alls eru þetta því 30 einingar á afreksíþróttasviði. Afreksáfangar koma í stað 6 eininga í íþróttum og 10 valeininga sem tilheyra hefðbundnum stúdetnsprófsbrautum. Því útskrifast nemendur af afrekssviði með 204 einingar.

Hér má sjá brautarplön bóklegs náms á vefsíðunni https://www.bhs.is/namid/brautir/boknam/ 

Kröfur til nemenda

  • Að hafa æft sína íþrótt, öðlast góða færni og að vera virkur iðkandi í íþróttafélagi sínu.
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona
  • Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta
  • Standast eðlilega námsframvindu sem áætluð er fyrir hvern og einn
  • Gerð er krafa að nemendur hafi >95% skólasókn í öllum námsgreinum

Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 á önn.

Nánari upplýsingar veitir

Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
sveinn@bhs.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.