Hugþjálfunarsalur [Mind Gym]

Hugþjálfunarsalur er samstarfsverkefni afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla og Umfl. Fjölnis. Hugþjálfunarsalurinn er færanlegur og er því í formi tilbúinnar tösku sem inniheldur tæki og tól til að setja upp skemmtilega og umfram allt fræðandi stöðvaþjálfun fyrir íþróttahópa. Í hugþjálfunarsalnum eru krefjandi æfingar sem reyna á hugræna færni íþróttafólks svo sem minni, einbeitingu, viðbragðsflýti og sjónræna eftirtekt. Þegar hugþjálfunarsalurinn er pantaður kemur íþróttafræðingur eða annar fær sérfræðingur með mikla þekkingu á æfingunum og sér um uppsetning salarins, framkvæmd æfinga og fræðslu um hverja æfingu.  

Meginmarkmið salarins er að vekja athygli á að árangur í íþróttum byggir meðal annars á hugrænum þáttum sem hægt er að þjálfa. Hliðarafurðir tímans eru m.a. teymisvinna og keppnir sem hægt er að setja upp í stöðvum á fjölbreyttan hátt eftir aldri og getu einstaklinga.

Hugþjálfunarsalurinn er hugsaður sem leið til uppbrots á hefðbundnum æfingum þar sem íþróttafólk spreytir sig í æfingum sem alla jafna eiga ekki pláss inni í skipulögðum æfingatímum. Samhliða því að reyna sig við æfingarnar er íþróttafólkið frætt um mikilvægi þess hugræna eiginleika sem verið er að æfa hverju sinni og hvernig hann nýtist í tiltekinni íþróttagrein. Hér er því um að ræða góða skemmtun en um leið mjög mikilvæga fræðslu um hugræna þætti íþrótta og hvernig æskilegt er að þjálfa þá upp.

Til að hafa samband er áhugasömum bent á að senda tölvupóst á

Svein Þorgeirsson, sveinn@bhs.is eða á

Hreiðar Haraldsson, hreidarh@bhs.is

Hér er verkefnislýsing fyrir  Hugþjálfunarsalur fyrir Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla og Umf. Fjölnir. 

Hugarþjálfun er mikilvægur þáttur í undirbúningi íþróttamanns fyrir keppni. Uppbygging og þróun færanlegs hugþjálfunarsals fyrir skóla og íþróttafélag.

Verkefnislýsing

Verkefnið er samstarfsverkefni Umf. Fjölnis og Afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla og byggir á samstarfssamning sem undirritaður var í janúar 2018. Verkefnið snýr að því að búa til aðstöðu til hug- og sjónþjálfunar á hagkvæman hátt með einfaldri tækni og búnaði. Aðstöðu sem hægt væri að setja upp í kennslustofu eða öðrum viðlíka sölum og auðvelt væri að færa á milli staða. Umsóknin er liður í þeirri viðleitni Afreksíþróttasviðsins við Borgarholtsskóla og Umf. Fjölnis við að vera fremst í flokki skóla sem sinna þjálfun ungs íþróttafólks hér á landi og standast alþjóðlegan samanburð. Ungmennafélagið og framhaldsskólinn hafa skrifað undir samstarfssamning sem snýr að þjálfun ungmenna í Grafarvogi og nemendum Borgarholtsskóla sem koma víðar að. Fjölnir og Borgarholtsskóli vilja bjóða nemendum sínum upp á alhliða þjálfun; líkamlega, tæknilega, félagslega og andlega.

Verkefnið felst í

i) vinnu við undirbúning og uppsetningu tækja og þeirra verkefna sem munu vera í salnum og

ii) kaupum á þeim búnaði sem talinn er nauðsynlegur til að útbúa salinn til notkunnar.