Síðasta fréttabréf sviðsins á þessu skólaári

Sæl öll,

Hér hafið þið síðasta fréttabréf afreksíþróttasviðs þetta skólaárið. Síðustu tveimur fréttabréfum hefur verið skeytt saman þar sem verkefnisstjóri var í orlofi á þeim tíma sem síðasta bréf átti að koma út.

Við viljum þakka samfylgdina og lesturinn á þessu skólaári og hlökkum til að senda ykkur glóðvolgar fréttir af starfinu næsta haust.

Forsíða 15. fréttabréfsins!

AIS_frettabref_mar18

Sveinn og kennarar sviðsins

Frétt af bhs.is – Samstarfssamningur við TM í höfn

Þessi frétt er unninn upp úr frétt af http://www.bhs.is/skolinn/frettir/samningur-vid-tm

Miðvikudaginn 8. nóvember var skrifað undir samstarfssamning við TM sem með samkomulaginu styrkir afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla nú sem fyrri ár.  Í dag stunda tæplega 150 nemendur nám á afreksíþróttasviði.

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Boðið er upp á knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, íshokkí auk einstaklingsíþrótta.  Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar vel þeim sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu.

Frá vinstri, Sveinn Þorgeirsson, Gunnar Oddsson og Ársæll Guðmundsson skólameistari.

 

Fyrirmyndarsvið Borgarholtsskóla

Nýnemar fóru í árlega ferð afreksíþróttasviðs í dag í blíðskaparveðri í Hveragerði. Þangað var haldið í morgun og aðalverkefni dagsins var hjólreiðatúr um Reykjadalinn. Það er skemmst frá því að segja að ferðin heppnaðist afar vel og við vorum ánægð með nemendurna okkar sem voru til fyrirmyndar. Annars segja myndir meira en mörg orð…

SÞ og kennarar

Staðfesting á inngöngu

Kæru umsækjendur á afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla

Við höfum fengið þó nokkuð af fyrirspurnum varðandi inngöngu á afreksíþróttasviðið. Þið ættuð að hafa fengið sendan staðfestingarpóst á inngöngu í Borgarholtsskóla. Í því bréfi er afreksíþróttasvið hvergi nefnt. En hafi viðkomandi sótt um afreksíþróttasvið í fyrsta val og fengið bréfið

Enn fremur ætti viðkomandi að hafa borist greiðsluseðill sem er 40.000 kr hærri en sá sem er venjulega greiddur fyrir nám á framhaldsskólastigi. Það er efnisgjaldið á afreksíþróttasviði.

Ef einhverjar spurningar vakna eða vafi er á, endilega sendið póst á sveinn@bhs.is.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í haust!