3ja árið fór í hella- og baðferð á Hengilssvæðinu

Við erum loksins að ná að keyra í gegn þær áherslur sem áttu að byrja síðasta vetur. Í þeim fólst meðal annars að fara með eldri hópa í ferðir út á land. Þessi hópur hafði áður farið í fjallahjólanýnemaferð en nú var komið að einhverju öðru. Fyrir valinu þetta árið var að fara á Hengilssvæðið í hella- og baðferð.

Nú er það bara 1. árið sem á eftir að fara í nýnemaferð en hún verður farin 9. september nk. Kærar þakkir fyrir ferðina, þið voruð okkur til mikils sóma sem fyrr 🙂