
SÞ
Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla
#afreks #AFR
Nú á myndskeiðsformi
SÞ
Það voru óvenju fá landsliðsverkefnin síðasta haust af völdum heimsfaraldursins. Dagbjartur Sigurbrandsson golfari tók þátt á EM karla sem var í Hollandi 9.-12. september. sland var einu höggi frá því að spila í A riðli. Liðið spilaði í B riðli og vann hann svo að Íslandi endaði í 9 sæti . Dagbjartur endaði í T22 í einstaklingshöggleiknum. Nánar er um þetta fjallað í þessum fréttum hér:
https://www.mbl.is/sport/golf/2020/08/17/landslidin_valin_fyrir_em
https://www.kylfingur.is/frettir/karlalandslidid-endadi-i-9-saeti-a-em
SÞ
Miðvikudaginn 10. febrúar ætlar afreksíþróttasviðið að bjóða upp á opnar æfingar sem hluta af dagskrá þemadaga skólans. Um er að ræða tvær æfingar sem hefjast kl. 9 og 10, og eru með sitt hvorri áherslunni. Fyrri æfingin er með áherslu á liðleika og síðari æfingin með áherslu á styrk.
Æfingarnar eru í umsjón Arnórs Ásgeirssonar íþróttafræðings og styrkþjálfara og Ölmu Kristmannsdóttur sjúkraþjálfara
kl. 9:00 – Opnar æfingar á afreksíþróttasviði – heimaæfingar – Áhersla á liðkun https://youtu.be/p90c7FAIZ-w
Tímaseðill:
Liðkun og flæði 15-20 mín (Alma)
Styrkur 15 mín (Arnór)
Teygjur og slökun 10 mín (Alma):
kl. 10:00 – Opnar æfingar á afreksíþróttasviði – heimaæfingar – Áhersla á styrk
https://eu01web.zoom.us/j/5286151095
Tímaseðill:
Liðkun og flæði 10 mín (Alma)
Styrkur 25 mín (Arnór):
Teygjur og slökun 10 mín (Alma)
gangi ykkur vel!
SÞ
Vildum minna ykkur á síðuna okkar á instagram sem þið finnið undir @afreksvid
Það er fátt venjulegt við þetta ár, eins og t.d. útskriftin sem er framundan. Þar ætlum við að byrja nýtt fyrirkomulag við viðurkenningar sem kynnt var í vor í annarri tilkynningu. Í ár verða veittar viðurkenningar þeim tveimur nemendum sem hafa áunnið sér hæstu meðaleinkunn úr áföngum á afreksíþróttasviðinu. Þau fá POLAR FT7 púlsúr að launum svo þau viti hvað hjartað þeirra slær á erfiðum æfingum.
Það er reyndar líka mikilvægt upp á framtíðina hlusta á og fylgja hjartanu því við óskum öllum nemendum okkar þess að þau hafi kjark og dug til að eltast við sína drauma, í hverju sem þeir geta verið fólgnir.
Verðlaunin í ár fyrir frábæran námsárangur á afreksíþróttasviði fá
Ingi Þór Ólafsson, kylfingur
Karítas María Arnardóttir, fótboltakona
Við óskum þeim tveimur innilega til hamingju með frábæran námsárangur hjá okkur á tíma sínum í skólanum.
Adda Sólbjört Högnadóttir | Handbolti |
Edda Björg Eiríksdóttir | Fótbolti |
Egill Árni Jóhannesson | Handbolti |
Elvar Karl Auðunsson | Frjálsar íþróttir |
Emil Skorri Þorsteins Brynjólfsson | Fótbolti |
Guðni Emil Guðnason | Fótbolti |
Heiðrún Anna Hauksdóttir | Fimleikar |
Hrafnhildur Jónsdóttir Kvaran | Handbolti |
Ingi Þór Ólafson | Golf |
Jóhann Árni Gunnarsson | Fótbolti |
Jón Kristinn Ingason | Fótbolti |
Karítas María Arnardóttir | Fótbolti |
Leó Ernir Reynisson | Fótbolti |
Lilja Nótt Lárusdóttir | Fótbolti |
María Eir Magnúsdóttir | Fótbolti |
Ólafur Már Einarsson | Fótbolti |
Sigursteinn Ásgeirsson | Frjálsar íþróttir |
Tumi Steinn Rúnarsson | Handbolti |
Þórður Gunnar Hafþórsson | Fótbolti |
Vegna sóttvarna verður því miður ekki hægt að taka hópmynd eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Gangi ykkur ótrúlega vel!
með bestu kveðju
SÞ, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs og kennarar AFR
Í takt við tíðarandann og tæknina höfum við uppfært umsóknarferlið okkar.
Nú gildir að sækja um í skólann í gegnum INNU hér https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ og fresturinn er til 30. nóvember nk.
OG
Fylla út eftirfarandi umsóknareyðublað sem inniheldur upplýsingar um íþróttahlið námsmannsins.
Ef það eru einhverjar spurningar, vinsamlegast hafið samband við verkefnisstjóra
Sveinn Þorgeirsson, sveinn.thorgeirsson@borgo.is
Kæru nemendur,
Þrátt fyrir að tíðin sé óhefðbundin ætlum við að auglýsa eftir umsóknum um landsliðsstyrk líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Reglurnar eru þær sömu þó viðbúið sé að umsóknir verði færri en áður.
Við hvetjum ykkur sem hafið farið í verkefni á vegum landsliðs á þessu tímabili frá upphafi skólaárs og fram til 10. desember að sækja um í gegnum þetta rafræna umsóknareyðublað.
<< Rafrænt umsóknareyðublað landsliðsstyrks haust 2020 >>
Við höfum samband við þá sem uppfylla skilyrði og hljóta styrk við annarlok.
með bestu kveðju
Sveinn Þorgeirsson og kennarar AFR
Hvernig starfar afreksíþróttasvið á tímum kórónaveiru? Þegar aðalatriðið í náminu er þjálfun í keppnisíþróttum og samstarf við þjálfara og samnemendur?
Við höfum reynt að draga fram aðrar sterkar hliðar á starfi sviðsins eins og kostur hefur verið. Við sníðum umhverfið á sviðinu okkar þannig að það styðji við íþróttaþátttöku og árangur í keppni eins vel og hægt er. Helstu áherslur okkar undanfarið hafa verið að styðja við nemendur með hagnýtum verkefnum, sem eru unnin rafrænt, í bland við líkamlega þjálfun á heimavelli með æfingaáætlunum frá fagfólkinu okkar.
Við vitum að álag á nemendur í framhaldsskóla er mikið, og ekki bætir heimsfaraldur úr skák. Við höfum eftir fremsta megni reynt að styðja við bakið á nemendum með samtali við þá og hóflegu verkefnaálagi, milli þess sem við höfum fengið þau til okkar í íþróttahúsið.
Við höfum meðal annars boðið nemendum upp á ráðgjöf í formi viðtala við kennarana okkar um afmarkaða frammistöðuþætti sem ættu að hjálpa nemendum að halda dampi á óreglulegum tímum. Þar má nefna viðtal við sjúkraþjálfara vegna meiðsla og endurhæfingar, við íþróttasálfræðiráðgjafa vegna endurskipulagningar á markmiðum og endurgjöf á sálfræðipróf sem þau hafa tekið hjá okkur, viðtöl við íþróttafræðinga vegna æfingaáætlana og einkatíma hjá næringarfræðingi.
Eitt af áhugaverðari verkefnum vorsins var í formi myndskeiðs sem nemendur bjuggu til í kringum greiningu sem þau unnu á sér. Nemendur greindu eigin styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir í þeirri stöðu sem upp var komin í tengslum við þeirra nám og íþróttaiðkun. Í vel skipulögðu þriggja mínútna myndskeiði tókst nemendum almennt vel að svara þessum fjölþættu spurningum.
Það er okkar helsta markmið að útskrifa nemendur með aukna þekkingu á þeim þáttum sem eru mikilvægir til árangurs í íþróttum og námi. Auka líkamlega, félagslega og hugarfarslega færni þeirra tengd íþróttaiðkun þeirra og hæfni í því að meta eigin framþróun sem íþróttafólks. Þannig geta þau síðar orðið sínir eigin þjálfarar, sem hafa tilfinningu fyrir þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu þeirra, bæði líkamlega og hugarfarslega en einnig í umhverfi þeirra því enginn nemandi nær toppárangri án þess að hafa sterkt bakland. Við lítum svo á að við séum mikilvægur hlekkur í baklandi okkar nemenda.
Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri
pistill birtist áður í Grafarvogsblaðinu
Stuttur pistill eftir verkefnisstjórann birtist í nýjasta tölublaði Grafarvogsblaðsins fyrir októbermánuð. Þar var farið yfir nokkuð af því sem á daga verkefnisstjóra hefur drifið að undanförnu í starfi.
SÞ