Auglýst eftir umsóknum um landsliðsstyrk á sérstökum tímum

Kæru nemendur,

Þrátt fyrir að tíðin sé óhefðbundin ætlum við að auglýsa eftir umsóknum um landsliðsstyrk líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Reglurnar eru þær sömu þó viðbúið sé að umsóknir verði færri en áður.

Frá styrkveitingu haustsins 2019.

Við hvetjum ykkur sem hafið farið í verkefni á vegum landsliðs á þessu tímabili frá upphafi skólaárs og fram til 10. desember að sækja um í gegnum þetta rafræna umsóknareyðublað.

<< Rafrænt umsóknareyðublað landsliðsstyrks haust 2020 >>

Við höfum samband við þá sem uppfylla skilyrði og hljóta styrk við annarlok.

með bestu kveðju

Sveinn Þorgeirsson og kennarar AFR