2. árið fór í flotta fjallahjólaferð!

Nú loksins komumst við í hópferð með nemendur okkar á sem innrituðust í fyrra. Þetta hefur verið löng bið en við teljum að ferðin hafi verið afar vel heppnuð og markmiðum náð, – þ.e. að kynnast betur og skemmta sér saman.

Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðinni sem var unnin í samstarfi við Iceland Activities. Nemendur fengu fjallahjól og nesti og hjóluðu um Reykjadalinn. Auk þess var farið í nokkra skemmtilega hópeflisleiki.

Framundan er svo ferð á Hengilssvæðið í bað- og hellaferð með 3ja árinu á morgun.

Myndir frá 31. ágúst, fjallahjólaferð 2. ársins.