Vil viljum vekja athygli á að í vor voru reglur um afreksíþróttasviðið uppfærðar og standa nú svona í skólareglum Borgarholtsskóla.
Sérákvæði vegna afrekssviðs
Gerð er ríkari krafa um mætingu, ástundun og framvindu nemenda á afrekssviði. Nemandi fyrirgerir rétti sínum til náms á afrekssviði við eftirfarandi:
- Nemandi fer undir 85% mætingarhlutfall á önn.
- Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í afreksíþróttasviðsáfanga.
- Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í tveimur eða fleiri af þeim áföngum sem viðkomandi var skráður í við upphaf annar. Úrsögn jafngildir falli.
- Nemandi gerist uppvís að broti á lífstílssamningi afrekssviðs sem hann skrifaði undir í upphafi námstíma.
Nemandi sem fyrirgerir rétti sínum til náms á afrekssviði getur þó haldið áfram námi á þeirri braut sem hann er skráður á standist hann skólareglur að öðru leyti.
Frekari upplýsingar veitir verkefnisstjóri
Sveinn Þorgeirsson í sveinn.thorgeirsson@borgo.is