Verðlaun fyrir námsárangur á afreksíþróttasviði við útskrift – haust 2020

Það er fátt venjulegt við þetta ár, eins og t.d. útskriftin sem er framundan. Þar ætlum við að byrja nýtt fyrirkomulag við viðurkenningar sem kynnt var í vor í annarri tilkynningu. Í ár verða veittar viðurkenningar þeim tveimur nemendum sem hafa áunnið sér hæstu meðaleinkunn úr áföngum á afreksíþróttasviðinu. Þau fá POLAR FT7 púlsúr að launum svo þau viti hvað hjartað þeirra slær á erfiðum æfingum.

Það er reyndar líka mikilvægt upp á framtíðina hlusta á og fylgja hjartanu því við óskum öllum nemendum okkar þess að þau hafi kjark og dug til að eltast við sína drauma, í hverju sem þeir geta verið fólgnir.

Verðlaunin í ár fyrir frábæran námsárangur á afreksíþróttasviði fá

Ingi Þór Ólafsson, kylfingur

Ingi Þór úti á golfvelli, hvar annarsstaðar?

Karítas María Arnardóttir, fótboltakona

Karítas María í leik með Fram (eigandi myndar er Kidditr)

Við óskum þeim tveimur innilega til hamingju með frábæran námsárangur hjá okkur á tíma sínum í skólanum.

Adda Sólbjört HögnadóttirHandbolti
Edda Björg EiríksdóttirFótbolti
Egill Árni JóhannessonHandbolti
Elvar Karl AuðunssonFrjálsar íþróttir
Emil Skorri Þorsteins BrynjólfssonFótbolti
Guðni Emil GuðnasonFótbolti
Heiðrún Anna HauksdóttirFimleikar
Hrafnhildur Jónsdóttir KvaranHandbolti
Ingi Þór ÓlafsonGolf
Jóhann Árni GunnarssonFótbolti
Jón Kristinn IngasonFótbolti
Karítas María ArnardóttirFótbolti
Leó Ernir ReynissonFótbolti
Lilja Nótt LárusdóttirFótbolti
María Eir MagnúsdóttirFótbolti
Ólafur Már EinarssonFótbolti
Sigursteinn ÁsgeirssonFrjálsar íþróttir
Tumi Steinn RúnarssonHandbolti
Þórður Gunnar HafþórssonFótbolti
Útskriftarhópurinn haust 2020 – 19 nemendur sem er með því allra mesta frá upphafi 🙂

Vegna sóttvarna verður því miður ekki hægt að taka hópmynd eins og gert hefur verið undanfarin ár.

Gangi ykkur ótrúlega vel!

með bestu kveðju

SÞ, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs og kennarar AFR