Uppfærð inntökuskilyrði og nýtt umsóknareyðublað

Tilkynning um breytt fyrirkomulag umsókna á afreksíþróttasviði

Við höfum uppfært inntökuferlið okkar með því að breyta umsóknareyðublaði í rafrænt skjal sem hægt er að fylla út á netinu. Skjalið er hægt að nálgast hér á hlekknum fyrir neðan og mun gera ferlið skilvirkara. Þá hefur verið horfið frá kröfu um skrifleg meðmæli og er þess í stað beðið um upplýsingar um meðmælanda sem hefur veitt samþykki fyrir því. Haft verður samband við þá meðmælendur eftir því sem við á.

Umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið – VORÖNN 2021

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1.-30. nóvember nk.

Tilkynning um breytt inntökuskilyrði á afreksíþróttasviði

Ákveðið hefur verið að útvíkka þau skilyrði sem þarf til að uppfylla skilyrði á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Áður var miðað við eingöngu íþróttir sem eru sambandsaðili að ÍSÍ. Í dag er miðað við eftirfarandi:

Miðað er við að nemendur stundi íþrótt skipulega undir handleiðslu þjálfara “

*Afreksíþróttasvið áskilur sér rétt til að hafna umsókn ef sýnt þykir að umrætt íþróttastarf standist ekki kröfur sviðsins sem gerðar eru um skipulag æfinga og þjálfun undir stjórn þjálfara.  

Fyrirspurnum varðandi ofangreint fyrirkomulag svarar verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Sveinn Þorgeirsson, í tölvupósti sveinn.thorgeirsson@borgo.is