Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.
Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!
Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080
Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083
Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.
Með bestu kveðju,
Sveinn og kennarar