Valur – Fjölnir í FINAL4 í bikarnum á föstudaginn!

Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og  úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.

Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!


Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080

Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083

Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.

Með bestu kveðju,

Sveinn og kennarar

25 handboltanemendur unnu sér sæti í Olís-deildinni með Fjölni

Hvorki fleiri né færri en 25 nemendur (útskrifaðir og núverandi) afreksíþróttasviðsins komu við sögu og spiluðu risastóran þátt í velgengni meistaraflokka Fjölnis í vetur þegar bæði lið unnu sér sæti meðal þeirra bestu. Það er gaman til þess að hugsa að árið 2012 hóf handbolti á afreksíþróttasviði göngu sína með 14 nemendur á skrá. Haustið 2016 voru skráðir 44 nemendur úr 7 félögum af höfuðborgarsvæðinu. Það má því með sanni segja að starfið hafi vaxið og dafnað hratt. Þáttur sviðsins í uppganginum á afreksíþróttasviðinu er mjög áhugaverður og verður spennandi að fylgjast með þessum hópi á næstu árum.

Kvennaliðið tryggði sér 1. sætið með sigri í úrslitaleik gegn KA/Þór á heimavelli um helgina. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af og urðu lokatölur 28-26.

Karen Birna nemandi á AÍS átti stórleik gegn KA/Þór í úrslitaleiknum og varði 21 skot. Mynd: Þorgils G.

Hér má sjá tölfræði frá tímabili afrekssviðs nemenda.

NAFN LEIKIR MÖRK GUL 2 MÍN
Berglind Benediktsdóttir 21 58 5 7
Andrea Jacobsen 20 101 4 4
Sara Sif Helgadóttir *markm. 19 2 0 0
Helena Ósk Kristjánsdóttir 18 35 4 1
Andrea Björk Harðardóttir 18 22 1 14
Kristín Lísa Friðriksdóttir 17 15 2 3
Karen Birna Aradóttir *markm. 16 0 0 0
Þórhildur Vala Kjartansdóttir 9 2 2 7
Sara Margrét Brynjarsdóttir 9 1 0 0
Sara Dögg Hjaltadóttir 1 0 0 0
samtals 148 236 18 36

Drengirnir höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild fyrir sigurleikinn gegn Mílunni með 17 sigurleikjum í röð í byrjun tímabils.

Goði er einn margra yngri landsliðsmanna sem eru á afreksíþróttasviði í handbolta. Mynd: Þorgils G.

Hér má sjá tölfræði frá tímabili afrekssviðs nemenda.

NAFN LEIKIR MÖRK GUL 2 MÍN
Kristján Örn Kristjánsson 22 131 5 17
Arnar Máni Rúnarsson 18 6 2 7
Jón Pálsson *markm 21 0 0 0
Breki Dagsson 21 121 3 12
Brynjar Óli Kristjánsson 21 9 2 2
Björgvin Páll Rúnarsson 20 111 5 3
Bergur Snorrason 18 28 2 9
Bjarki Lárusson 18 30 0 2
Daníel Freyr Rúnarsson 11 7 0 0
Sveinn Þorgeirsson *verkefnisstjóri AÍS 11 6 4 5
Goði Ingvar Sveinsson 6 1 0 1
Egill Árni Jóhannesson 4 0 0 0
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4 0 0 0
Drengur Arnar Kristjánsson 1 0 0 0
Viktor Berg Grétarsson 1 1 0 0
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1 0 0 0
samtals 198 451 23 58
Starfsmenn
Arnar Gunnarsson *þjálfari AÍS 22 3 1

 

Logi og Arnar Huginn í þýskuferð til Berlínar

Þýsku áfanginn 503 fór til Berlínar í skoðunarferð og það vildi svo heppilega til að Füchse var að spila á sunnudeginum, svo Logi fékk þá geggjuðu hugmynd um að fá að horfa á æfingu hjá þeim á laugardegi svo það var sett sig í samband við Bjarka má og fengum við Logi að fara á æfinguna ( og með leyfi frá kennurum til að komast undan dagskrá ) æfingin var í rólegri kantinum og hitað var upp í skallatennis og allir leikmenn liðsins voru frekar lúnknir í því. Þar sem þetta var síðasta æfing fyrir leik hjá þeim fóru þeir yfir kerfi og eftir það lauk æfingunni. Það sem var athugavert á æfingunni var hvað allir leikmennirnir voru rólegir og yfirvegaðir. Svo tókum við líka eftir að sumir þeirra voru bara stórir krakkar sem finnst gaman að leika sér. Daginn eftir fór svo hópurinn á leik Füchse Berlin – Erlangen sem endaði með sigri Füchse Berlin.

14876339_10207927551811289_1388657623_o

 

44% af U17 ára landsliði í handbolta karla á afreksíþróttasviðinu!

Það er skemmtileg tölfræði í U17 ára landsliði karla sem á verkefni framundan í Frakklandi nú eftir fáar vikur. Þarna eigum við 7 fulltrúa eða 44% liðsins í þeim Arnari, Arnór, Daníel, Óla, Jóni, Tuma og Goða, og þess að auki er Aron Breki einnig hjá okkur, en hann er varamaður í þessum hópi. Við óskum landsliðinu góðs gengis á æfingum og í verkefninu í Amiens í Frakklandi.

Þess má geta að þeir nemendur sem fara í út í landsliðsferðir fá landsliðsstyrk í vetur fyrir ferðinni og það er því stór hópur í vetur sem fær slíkan styrk.

screen-shot-2016-10-18-at-15-11-54