Fjórðungur landsliðs U20 í íshokkí æfir með afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla!

Afreksíþróttasvið á sína fulltrúa í undir 20 ára landsliði íslands í íshokkí. Það eru þeir; Hjalti Jóhannson, Elvar Snær Ólafsson, Jón Albert Helgason, Maksymilian Jan Mojzyszek og ný skráður Vignir Freyr Arason en hann byrjar hjá okkur núna á nýju ári. Landsliðið mun spila í Nýja-Sjálandi á Heimsmeistarmóti 3ju deildar. Við eigum því 25% eða 5 af 20 leikmönnum landsliðsins. Einnig eru tveir af fyrrum nemendum afreksins í hópnum en þeir Edmund Induss og Gabriel Camilio Gunnlaugsson. Við óskum drengjunum öllum góðrar ferðar!

Á myndinni sést frá vinstri Elvar Snær, Vilhelm Már, Edmunds og Gabriel Camilo eftir mót með U18 ára landsliðinu.

Vilhelm Már Bjarnason og Sveinn Þorgeirsson