Jussi kíkti í heimsókn

Það var góð heimsókn sem drengirnir í golfinu fengu í vikunni þegar afreksstjóri GSÍ Jussi Pitkänen kom við í Korpunni. Þar lagði hann inn nokkur góð ráð fyrir nemendurna og ræddi við þá um margt er tengist því að ná árangri í golfíþróttinni. Hér er svo mynd af hópnum við tilefnið!

Óskum drengjunum góðs gengis á æfingum í vetur og þökkum Jussi fyrir komuna!

SÞ og Davíð Gunnlaugsson