Kynningaræfing á afrekinu fyrir 9. og 10. bekk

Nemendum í 9. og 10. bekk er boðið á sérstaka kynningaræfingu á afrekinu. Æfingin verður í formi hraðaþjálfunar og viðbragðs í bland við sálfræðilega ráðgjöf. Til að taka þátt í æfingunni þarf að mæta stundvíslega í íþróttafatnaði og innanhússskóm.

Þarna gefst nemendum einnig tækifæri á að kynnast sviðinu og spyrja verkefnisstjóra og kennara um fyrirkomulagið.

Æfingin fer fram í Fjölnishöll, fjölnotaíþróttasal Egilshallar. Gengið er inn um aðalinngang, framhjá fimleikum og inn eftir ganginum að stóra salnum.

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn!

Með umsjón æfingarinnar fara Sveinn Þorgeirsson og Hreiðar Haraldsson