Valur – Fjölnir í FINAL4 í bikarnum á föstudaginn!

Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og  úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.

Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!


Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080

Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083

Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.

Með bestu kveðju,

Sveinn og kennarar

Ferðasaga Sveins Jose í Evrópukeppni í handbolta

Serbía

Ferðalagið til Serbíu var langt og strembið. Flugum til Búdepest í Ungverjalandi á miðvikudegi. Vorum komnir það seint að liðið þurfti að gista í Budapest. Daginn eftir hófst rútuferð til Serbíu. Eftir 9 klukkutíma rútuferð vorum við loksins komnir til Zlatibor í Serbíu. Zlatibor er pínu lítið þorp utan Pozega sem er bærinn sem við kepptum í.

Unnum leikinn 27:30 og fórum því heim kátir með 3 marka forskot.

Ferðalagið heim var langt líka, byrjuðum á 3 tíma rútuferð til Belgrade. Þar tókum við flug til Berlín og svo heim til Íslands.

Rúmenía

Eitt enn evrópuævintýrið og aftur haldið á Balkanskagann. Eftir að hafa unnið Rúmenska liðið Turda með 8 mörkum héldum við til Rúmeníu. Flugum snemma að morgni fimmtudags, kvöldinu áður höfðum við komust 2:0 yfir í einvíginu við Fram í úrslitakeppninni, svo lítið var um hvíld.

Flugum við til Luton í Bretlandi, þar þurftum við að bíða í 8 tíma til að taka næsta flug. Notuðum við það og kíktum í miðbæ Luton, sem er úthverfi London.

Eftir skoðunarferð í Luton skelltum við okkur í næstum 4 tíma flug til Cluj Napoca í Rúmeníu. Þá fórum við í hálftíma rútuferð til Turda, þar sem við áttum leik á sunnudegi. Leikurinn fór ekki eins og við vildum, en töpuðum með 9 mörkum.

Fórum við heim með sárt ennið eftir að hafa verið flautaðir úr Evrópukeppninni.

Ferðin heim var svipuð nema var millilent í Birmingham og þaðan beinustu leið til Íslands. En tímabilið er langt frá því að vera búið, og dveljum við ekkert við þessi ósanngjörnu úrslit. Og förum beint að einbeita okkur að 3 leiknum við Fram, þar sem við ætlum okkur í úrslitarimmuna við FH.

Sveinn Jose

Við þökkum Sveini fyrir söguna og óskum honum góðs gengis í úrslitaeinvíginu sem hefst einmitt í kvöld

Verkefnisstjóri,