Golfarar nýta góða veðrið

Í blíðviðrinu í dag var æfing hjá golfinu í Básum. Eftir að allir höfðu slegið 50 bolta var farið út á Grafarkotsvöll og teknir tveir hringir í blíðunni. Dagur Ebenezersson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 5. braut vallarins en mynd golf1af högginu má sjá hér að neðan. Dagur lék hringina tvo á þremur höggum undir pari sem var besti hringur dagsins. Sigurður Erik og Björn Andri náðu einnig að leika undir pari eða -2.

Við vonumst eftir fleiri svona góðviðrisdögum núna í haust. Næst á dagskrá hjá okkur í golfinu er 10 km hlaup á miðvikudag og eru drengirnir klárir í hlaupið.

– Davíð Gunnlaugsson skrifar golf2

Leave a Reply

Your email address will not be published.