3 leiðir til að dekra við mjaðmirnar þínar

Kæri lesandi,

Það er ekki ólíklegt að mjaðmirnar þínar séu að fá að finna fyrir samkomubanninu. Við sitjum og liggjum eflaust meira en venjulega, og þess utan hreyfum okkur ívið minna en venjulega.

Þá er kjörið að dekra aðeins við mjaðmasvæðið með þessum góðu æfingum frá Valgerði Tryggvadóttur, sjúkraþjálfara afreksíþróttasviðsins.

Dagur 2 í VOSS

Hér má lesa ferðasögu þeirra Ísabellu og Maríu í ferð þeirra í VOSS í Noregi á vegum skólans.

Eftir morgunmat lögðum við af stað niðri í skola þar sem við áttum að fara á fyrirlestur og á æfingu eftir það. Þegar við mættum á svæðið var æfingin að byrja, þannig við drifum okkur í föt og á æfingu. Við æfðum á gervigrasi fyrir utan skólann. Þar sem þar er flott aðstæða. 2 gervigrasvellir, 2 grasvellir og track and field völlur. Á æfingunni, hituðum við upp með sendingum og tækni. Eftir það var tekin snerpa og drillur síðan var tekið spil á litlum velli, á lítil mörk, við æfðum með strákum fram að spili.

Eftir æfingu fórum við í fimleikasalin þar sem við hittum við þjálfarann Jóakim, og lagði hann fyrir okkur margar þrautir (t.d hoppa á púða þar sem margir féllu á andlitið, hoppa í heljarstökk o.fl.), og þegar í heildina var litið var það Gunni Már sem kom best út úr fimleikunum.

Þegar fimleikunum var lokið var frjáls tími til klukkan 16:00, þar sem næsta æfing myndi byrja. Sumir nýttu tímann í legu, en við stelpurnar exploruðum skólann og bæinn, og komumst að því að þetta er fallegur og krúttlegur bær.

Svo var haldið og æfingu. Þar sem stelpurnar á æfingu hjá Mfl FBK-Voss (sem eru í 3. Efstu deild af 5). Strákarnir fóru á æfingu hjá Mfl Karla hjá FBK-Voss (sem eru í 5. Efstu deild af 8). Segja má að við höfum bætt gæðin báðu meigin. Það er offseason hjá stelpunum núna en þær spiluðu síðasta leikin sinn á sunnudaginn, þannig leikmennirnir sem búa í Bergen voru ekki á staðnum sem voru þeirra sterkustu. Á æfingunni djokaði þjálfarinn með það að hann væri búin að kaupa 4 íslenska leikmenn Hegranesi. Æfingin var flott byrjuðum á æfingu mjög svipuð Finnska reitnum sem er Possesion æfing, en norðmaðurinn er mikið fyrir sendingar og tempo hér í Noregi. Svo var tekið spil á ½ velli, þar sem Íslendingunum var skipt niður í sitthvort liðið.

Bærinn VOSS

Eftir æfingu löppuðum við heim í kvöldmat samferða Ingibjörgu sem á heima í Voss og spilar með liðinu sem við æfum með.

Eftir mat ætluðum við stelpunar í sund en þegar þangað var komið var hún lokuð. Þá sáum við að það var leikir í gangi og horfðum við á fyrri hálfleik og förum í bæjarrölti eftir það. Þegar heim var komið var spila borðtennis, Pool og spil. Svo var undirbúið sig fyrir morgun daginn. Þar sem við förum til Bergen og Æfum með Brann.

Ísabella Anna og María Eir

Æfingaaðstaðan í VOSS