Valur – Fjölnir í FINAL4 í bikarnum á föstudaginn!

Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og  úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.

Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!


Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080

Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083

Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.

Með bestu kveðju,

Sveinn og kennarar

25 handboltanemendur unnu sér sæti í Olís-deildinni með Fjölni

Hvorki fleiri né færri en 25 nemendur (útskrifaðir og núverandi) afreksíþróttasviðsins komu við sögu og spiluðu risastóran þátt í velgengni meistaraflokka Fjölnis í vetur þegar bæði lið unnu sér sæti meðal þeirra bestu. Það er gaman til þess að hugsa að árið 2012 hóf handbolti á afreksíþróttasviði göngu sína með 14 nemendur á skrá. Haustið 2016 voru skráðir 44 nemendur úr 7 félögum af höfuðborgarsvæðinu. Það má því með sanni segja að starfið hafi vaxið og dafnað hratt. Þáttur sviðsins í uppganginum á afreksíþróttasviðinu er mjög áhugaverður og verður spennandi að fylgjast með þessum hópi á næstu árum.

Kvennaliðið tryggði sér 1. sætið með sigri í úrslitaleik gegn KA/Þór á heimavelli um helgina. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af og urðu lokatölur 28-26.

Karen Birna nemandi á AÍS átti stórleik gegn KA/Þór í úrslitaleiknum og varði 21 skot. Mynd: Þorgils G.

Hér má sjá tölfræði frá tímabili afrekssviðs nemenda.

NAFN LEIKIR MÖRK GUL 2 MÍN
Berglind Benediktsdóttir 21 58 5 7
Andrea Jacobsen 20 101 4 4
Sara Sif Helgadóttir *markm. 19 2 0 0
Helena Ósk Kristjánsdóttir 18 35 4 1
Andrea Björk Harðardóttir 18 22 1 14
Kristín Lísa Friðriksdóttir 17 15 2 3
Karen Birna Aradóttir *markm. 16 0 0 0
Þórhildur Vala Kjartansdóttir 9 2 2 7
Sara Margrét Brynjarsdóttir 9 1 0 0
Sara Dögg Hjaltadóttir 1 0 0 0
samtals 148 236 18 36

Drengirnir höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild fyrir sigurleikinn gegn Mílunni með 17 sigurleikjum í röð í byrjun tímabils.

Goði er einn margra yngri landsliðsmanna sem eru á afreksíþróttasviði í handbolta. Mynd: Þorgils G.

Hér má sjá tölfræði frá tímabili afrekssviðs nemenda.

NAFN LEIKIR MÖRK GUL 2 MÍN
Kristján Örn Kristjánsson 22 131 5 17
Arnar Máni Rúnarsson 18 6 2 7
Jón Pálsson *markm 21 0 0 0
Breki Dagsson 21 121 3 12
Brynjar Óli Kristjánsson 21 9 2 2
Björgvin Páll Rúnarsson 20 111 5 3
Bergur Snorrason 18 28 2 9
Bjarki Lárusson 18 30 0 2
Daníel Freyr Rúnarsson 11 7 0 0
Sveinn Þorgeirsson *verkefnisstjóri AÍS 11 6 4 5
Goði Ingvar Sveinsson 6 1 0 1
Egill Árni Jóhannesson 4 0 0 0
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4 0 0 0
Drengur Arnar Kristjánsson 1 0 0 0
Viktor Berg Grétarsson 1 1 0 0
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1 0 0 0
samtals 198 451 23 58
Starfsmenn
Arnar Gunnarsson *þjálfari AÍS 22 3 1

 

Okkar maður: Árni Elmar Norðurlandameistari

Þó skólinn sé í sumarfríi eru leikmenn það svo sannarlega ekki. Knattspyrnan rúllar og aðrar greinar æfa af krafti fyrir undirbúning næsta vetrar. Svo eru sumir sem eru valdir í landslið og keppa á þessum tíma. Einn þeirra er Árni Elmar, körfuboltadrengur úr Fjölni. Hann ásamt liðsfélögum sínum í U18 ára landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og urðu Norðurlandameistara fyrir skemmstu. Við óskum Árna og liðsfélögum innilega til hamingju með þennan árangur!

13516319_1111615662231278_6632468427752427767_n

með bestu kveðju

Sveinn Þorgeirsson