Okkar maður: Árni Elmar Norðurlandameistari

Þó skólinn sé í sumarfríi eru leikmenn það svo sannarlega ekki. Knattspyrnan rúllar og aðrar greinar æfa af krafti fyrir undirbúning næsta vetrar. Svo eru sumir sem eru valdir í landslið og keppa á þessum tíma. Einn þeirra er Árni Elmar, körfuboltadrengur úr Fjölni. Hann ásamt liðsfélögum sínum í U18 ára landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og urðu Norðurlandameistara fyrir skemmstu. Við óskum Árna og liðsfélögum innilega til hamingju með þennan árangur!

13516319_1111615662231278_6632468427752427767_n

með bestu kveðju

Sveinn Þorgeirsson