Takk fyrir komuna VOSS GYMNAS!

Við fengum frábæra heimsókn í vikunni – nemenndur frá Voss gymnas æfðu og lærðu hjá okkur í vikunni. Þetta voru algjörir fyrirmyndar nemendur og frábært að hafa þau. Gangi þeim vel í komandi verkefnum og við hlökkum til að fá annan hóp frá norsku vinum okkar á næsta ári. #Afreks Borgarholtsskóli

Heimsókn þeirra var hluti af Nordplus samstarfi skólananna. Í fyrra fór 12 nemenda hópur frá okkur í handbolta og fótbolta til Voss. Samningurinn er til 2ja ára og því fer annar hópur frá okkur næsta haust og við fáum annan hóp frá þeim næsta skóla ár. Hlökkum til þess!

Þá vill ég nota tækifæri til að þakka Þórarni á ÍSÍ fyrir að taka á móti þeim, okkar nemendum fyrir aðstoðina við að búa til gott prógramm í kringum heimsókn þeirra hingað og þjálfara í Fjölni fyrir að taka vel á móti nemendumm VOSS og bjóða á æfingar í handbolta og fótbolta.

Jussi kíkti í heimsókn

Það var góð heimsókn sem drengirnir í golfinu fengu í vikunni þegar afreksstjóri GSÍ Jussi Pitkänen kom við í Korpunni. Þar lagði hann inn nokkur góð ráð fyrir nemendurna og ræddi við þá um margt er tengist því að ná árangri í golfíþróttinni. Hér er svo mynd af hópnum við tilefnið!

Óskum drengjunum góðs gengis á æfingum í vetur og þökkum Jussi fyrir komuna!

SÞ og Davíð Gunnlaugsson

Þökkum ÍSÍ fyrir fræðslu um lyfjamál!

Sem hluti af námi 3ja árs nema á afreksíþróttasviðinu fá nemendur fræðslu í lyfjamálum frá ÍSÍ. Birgir kom og leiddi okkur í sannleikann um hvernig staðið er að eftirliti og framkvæmd lyfjaeftrlits á Íslandi og úti í heimi. Þökkum fyrir heimsóknina!

Fróðlegir skóhlífadagar

Dagskrá skóhlífadaga var með hefðbundnu sniði og gengu þeir vel fyrir sig. Á þessum þemadögum skólans er hefðbundið skólastarf brotið upp með námskeiðum og uppákomum í skólanum sem nemendum gefst færi á að velja sig í eftir áhugasviði. Afreksíþróttasvið hefur staðið fyrir góðri dagskrá undanfarin ár með flottum fyrirlestrum og veglegum hádegismat. Árið í ár var engin undantekning og fengum við að hlusta á Margréti Lilju frá íþróttafræðisviði HR fjalla um hve mikill árangur hefur náðst varðandi forvarnir vímuefna í skipulögðu íþróttastarfi og fleira byggt á rannsóknum Rannsókna og greiningu. Var sá fyrirlestur hluti af samstarfi AÍS við íþróttafræðisviðið í HR. Að því loknu steig Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur og meistaranemi í sálfræði á stokk og fjallaði um andlegan styrk íþróttamanna. Talaði hún einnig af eigin reynslu ásamt því að tala stuttlega um kvíða, sjálfstraust og túlkun tilfinninga.

Margt í gangi í einu

Þriðjudagar eru bóklegir dagar hjá okkur. Oft fáum við heimsóknir frá góðum gestum og þriðjudagurinn í síðustu viku var engin undantekning. Þá var í gangi kennsla í þjálffræði fyrir 1. árið sem var í höndum Kristjáns Ómars Björnssonar.

Á sama tíma fengum við Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur til að kenna nemendum á 3ja ári hvernig við höldum kynningar og fyrirlestra. Tíminn var í fomi verklegra æfinga og fyrirlesturs. Þessi kennsla var liður í undirbúningi nemenda fyrir lokaverkefni sem þau flytja í vor.

20160419_133437
Verkleg æfing með Guðlaugu Maríu.

Á neðri hæðinni fengu svo nemendur á 2. ári góða heimsókn frá Kjartani Atla Kjartanssyni sem fjallaði um margt áhugavert er tengist ferli íþróttamannsins og þeim þáttum sem stuðla að árangri.

13052680_10153548147612592_1935047987_o
Kjartan Atli fjallar um sjálfbæra íþróttamenn í tímanum Afrekshugsun sem Daði Rafnsson stýrir.

 

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs,

sveinn@bhs.is

Finnur landsliðsþjálfari kom í heimsókn!

Á dögunum fengum við frábæran gest á afreksíþróttasviðið í Borgó. Þar var mættur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks KR í körfubolta og aðstoðarlandsliðsþjálfari A liðs karla.

Nemendur fengu góða leiðsögn og fóru í gegnum mikilvæg atriði í tækniatriðum körfuknattleiks. Við þökkum Finni fyrir heimsóknina og vonandi fáum við hann aftur í heimsókn síðar.

12719293_10154062790022147_8257179815663574888_o 12772047_10154062790902147_5938283434086565590_o