Í síðustu viku var landsliðsstyrkur veittur í 10. sinn í Borgarholtsskóla. Alls voru það 12 nemendur sem hlutu styrk upp á 25.000 kr. Hér að neðan er yfirlit yfir verkefnin þeirra og óskum við þeim til hamingju með árangurinn og gleðilegt sumar!










Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla
#afreks #AFR
Í síðustu viku var landsliðsstyrkur veittur í 10. sinn í Borgarholtsskóla. Alls voru það 12 nemendur sem hlutu styrk upp á 25.000 kr. Hér að neðan er yfirlit yfir verkefnin þeirra og óskum við þeim til hamingju með árangurinn og gleðilegt sumar!
Kæru nemendur,
Hér má nálgast hlekkinn til að sækja um landsliðsstyrkinn hjá okkur fyrir tímabilið frá síðustu afhendingu í desember 2018. Nánar um reglur styrksins má sjá hér: http://afrek.bhs.is/?page_id=1081
Hér er svo sjálft umsóknareyðublaðið og fresturinn er til 6. maí nk. og afhendingin fer fram þann 8. kl. 12:30 í Borgarholtsskóla.
https://goo.gl/forms/B0MEFVJvVFswETMg2
Með bestu kveðju
SÞ og kennarar
Þann 10. maí fór fram 6. afhending á landsliðsstyrk á afreksíþróttasviðinu. Þeir nemendur sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á vegum sérsambands fá 25.000 kr. styrk. Hér er um að ræða nemendur sem keppa fyrir Íslands hönd (ein keppir fyrir BNA) í yngri landsliðum (nokkrir hafa þó keppt fyrir A landslið).
Afhendingin var sérlega fjölmenn á þessu vori og hafa aldrei fleiri fengið styrk á einni önn, eða alls 20 nemendur sem hver um sig fékk 25.000 kr. í styrk. Talnaglöggir lesendur sjá að um er að ræða hálfa milljón í styrk! Eftirfarandi nemendur fengu styrk að þessu sinni fyrir verkefni sem tilgreind eru hér að neðan.
Það þarf varla að taka það fram en auðvitað voru þau landi og þjóð til sóma og stóðu sig vel! Óskum þeim áframhaldandi góðs gengis í sumar.
SÞ, verkefninsstjóri
Það er skemmtileg tölfræði í U17 ára landsliði karla sem á verkefni framundan í Frakklandi nú eftir fáar vikur. Þarna eigum við 7 fulltrúa eða 44% liðsins í þeim Arnari, Arnór, Daníel, Óla, Jóni, Tuma og Goða, og þess að auki er Aron Breki einnig hjá okkur, en hann er varamaður í þessum hópi. Við óskum landsliðinu góðs gengis á æfingum og í verkefninu í Amiens í Frakklandi.
Þess má geta að þeir nemendur sem fara í út í landsliðsferðir fá landsliðsstyrk í vetur fyrir ferðinni og það er því stór hópur í vetur sem fær slíkan styrk.