Rannsókn sjúkraþjálfaranema á meiðslum á afreksíþróttasviði

Í vetur starfaði afreksíþróttasviðið með nemendum úr sjúkraþjálfunarskori HÍ undir leiðsögn Árna Árnasonar. Verkefnið var mjög áhugvert, enda hefur ekkert sambærilegt verið gert hér á landi. Hér er að finna ágrip en verkefnið veðrur aðgengilegt á Skemman.is í sumar. Við þökkum stúlkunum fyrir samstarfið og kynninguna á niðurstöðum sem þær héldu fyrir kennara sviðsins nú í vikunni.

Inngangur: Æfingaálag hjá ungu íþróttafólki hefur aukist á síðastliðnum árum. Rannsóknir gefa til kynna að samband sé á milli æfingaálags og meiðslatíðni hjá íþróttafólki. Íþróttameiðsli geta verið stórt vandamál. Þau geta m.a. valdið tímabundinni fjarveru frá íþróttum og jafnvel skóla eða vinnu ásamt því að hafa andleg og félagsleg áhrif. Ekki er mikið til af rannsóknum á íþróttameiðslum barna og unglinga á Íslandi.

Markmið: Kanna meiðslatíðni og æfingaálag hjá ungu íþróttafólki, ásamt því að skoða hvort tengsl séu þar á milli. Skoða hvort munur sé á meiðslatíðni og æfingaálagi á milli kynja annars vegar og íþróttagreina hinsvegar. Kanna hvert hlutfall álagseinkenna og bráðameiðsla er af heildarfjölda íþróttameiðsla.

Aðferðafræði: Tvennskonar spurningalistar voru lagðir fyrir framhaldsskólanemendur á afreksíþróttasviði haustið 2016. Annar þeirra var lagður fyrir nemendur einu sinnu og hinn alls fjórum sinnum yfir 8 vikna tímabil. Gögnum var safnað saman og flutt yfir í Excel og SAS Enterprice Guide 7.1 til úrvinnslu.

Niðurstöður: Marktækt minna æfingaálag og lægra meiðslahlutfall er í fótbolta miðað við handbolta og aðrar íþróttagreinar. Einnig er tíðni álagseinkenna í mjóbaki, hnjám og öðrum líkamshlutum lægri í fótbolta en handbolta á þessum árstíma. Ekki er marktækur munur á æfingaálagi og meiðslatíðni milli kynjanna þrátt fyrir að stúlkurnar hafi í öllum tilvikum haft hærri meiðslatíðni. Auk þess voru stúlkurnar með marktækt fleiri höfuð- og andlitsmeiðsli en drengir ásamt marktækt fleiri meiðsli í neðri útlimum. Álagseinkenni mældust marktækt fleiri en bráðameiðslin, bæði hjá stúlkum og drengjum. Ekki er fylgni milli aukins æfingaálags og hærri meiðslatíðni meðal ungs íþróttafólks.

Ályktanir: Þessi rannsókn var lítil og náði yfir stutt tímabil og það gæti hafa haft áhrif á niðurstöður. Því er þörf á stærri og yfirgripsmeiri rannsókn á þessu sviði hér á landi. Niðurstöður gefa þó innsýn í meiðslatíðni og æfingaálag hjá ungu íþróttafólki í mörgum mismunandi íþróttagreinumi og geta þar með byggt grunn að fyrirbyggjandi aðgerðum.

Berglind og Helena í INSTEM

Tvær handboltastelpur úr afrekinu, þær Helena og Berglind voru valdar til að vinna að Evrópuverkefni í síðasta mánuði. Við fengum þær til að lýsa þessu verkefni stuttlega fyrir okkur.

Instem Evrópuverkefni

Við tókum þátt í skemmtilegu Evrópuverkefni í skólanum ásamt sex öðrum nemendum. Verkefnið fólst í því að hafa einn nemanda heima hjá okkur í viku og að vera með þeim öllum stundum.

Nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu komu frá Ítalíu, Litháen, Tyrklandi og Luxemborg. Frá hverju landi komu tveir nemendur og tveir kennarar. Við fengum stelpur frá Tyrklandi og Litháen.

Við tókum þátt í ýmsum verkefnum í skólanum og skoðuðum helstu staði landsins t.d. Árbæjarsafnið, Reykjadal og auðvitað Gullnahringinn.
14672741_10209463443854397_1343728287_oÞetta var ótrúlega þroskandi og gefandi verkefni. Þá sérstaklega að kynnast þessum krökkum og þeirra menningarheimi og fara með þeim í allar ferðirnar.

Næsta vor förum við svo til Litháens í viku og þá munum við fá að kynnast einhverri fjölskyldu og taka þátt í skemmtilegum ævintýrum

14625751_10209463443894398_1934558092_o
Við mælum með fyrir alla sem sem eiga þess kost að taka þátt í svona verkefni.

Takk fyrir okkur ?