Nú eru æfingabúningar afreksíþróttasviðs að detta í hús frá Intersport. Sumir eru nú þegar búnir að fá sína búninga en enn á eftir að afgreiða helling. Vonumst til að klára þetta sem allra fyrst. Búningarnir sem eru af gerðinni hummel eru gríðarlega flottir og ljóst að afreksnemendur munu líta vel út þegar allir eru komnir í sinn búning.
Nemendur á afreksíþróttasviði fá að auki 20% afslátt af öllum vörum í Intersport. Þeir eru með nafnalista. Muna bara að mæta með skilríki.