Innilega til hamingju og gleðileg jól!

Jólaútskriftin okkar fór fram á föstudaginn og var hún haldin hátíðleg í Borgarholtsskóla. 9 nemendur útskrifuðust frá afreksíþróttasviðinu ásamt fleirum sem höfuðu tekið einn eða fleiri áfanga með okkur. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann!

Nemendur fengu púlsúr IGNITE frá POLAR sem viðurkenningu á þessum áfanga eins og hefð hefur verið fyrir.

Hér er svo hópurinn glæsilegi að athöfn lokinni ásamt verkefnisstjóra og skólameistara.

Frá vinstri, Sveinn verkefnisstjóri, Arnór, Viktor, Hrannar, Grímur, Nikulás, Kristín, Sigurður, Þórunn og Lovísa ásamt Ársæli skólameistara.