Jón valinn í handboltalandsliðið

Jón Pálsson nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla var á dögunum valinn í 20 manna æfingahóp í u20 ára landsliði Íslands í handbolta en liðið æfir saman 21. og 22. desember.

Jón er markvörður og leikur með meistaraflokki Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur stundað nám á afreksíþróttasviði í 2 ár og lagt virkilega hart að sér við æfingar. Hann er nú að uppskera árangur erfiðisins.

Sveinn Þorgeirsson þjálfari handboltans í Borgarholtsskóla segir Jón mikið efni sem leggi hart að sér við æfingar. Hann segir engan vafa leika á því að Jón muni leggja enn harðar að sér á næstunni enda mikill heiður að vera valinn í landsliðshópinn.

Við á afreksíþróttasviðinu erum gríðarlega stolt af Jóni og óskum honum góðs gengis á æfingunum.jon

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.