Meðmælendur með umsókn

Við höfum ákveðið að breyta verklagi í kringum umsóknarferlið okkar og biðjum um að nemendur tilgreini meðmælanda í stað þess að fá uppáskrifað meðmælabréf eins og áður hefur tíðkast.

Það gerir það að verkum að umsækjandi þarf að vera í sambandi við sinn þjálfara og fá leyfi hans til að láta tengiliðaupplýsingar um hann fylgja í umsókn viðkomandi á sviðið. Með þessu er þjálfari meðvitaður um ferlið frá upphafi og við getum fengið umsagnir um nemendur.

Hér er umsóknareyðublaðið sem er rafrænt

https://forms.office.com/r/vrgzXDMZ1c

með kærri fyrirfram þökk

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri