Afreksstelpur valdar til verksins

Þær 3ja árs stöllur úr handboltanum á afrekinu Helena Ósk og Berglind voru valdar í Evrópuverkefni sem heitir Rasmus og hér fylgir stutt ferðasaga.

Við fórum 23. apríl til Litháens. Jóhanna og Guðrún voru ferðafélagar okkar. Við millilentum í Svíþjóð og fórum að skoða Stokkhólm aðeins áður en við flugum til Litháens. Með okkur í þessu verkefni voru krakkar frá Tyrklandi, Ítalíu, Lúxemborg og svo auðvitað Litháen. Við gistum heima hjá þeim og vorum þar í viku. Fórum á ráðstefnu þar sem ég og Berglind fluttum fyrirlestur um “Electrical Energy from River Korpa”.

Jóhanna, Berlind, Guðrún og Helena

 

Hópurinn í heild

 

Við vorum mest allan tíman í höfuðborginni Vilníus, fengum að vita mikið um sögu þeirra og fórum á helstu staðina. Þegar leið á ferðina fórum við í rútuferð til Palanga. Á leiðinni stoppuðum við í Kauruna, fórum í bátsferð og löbbuðum í sandinum. Við gistum á flottu hóteli í Palanga. Daginn eftir var ekki leiðinlegt að fara í spa og enduðum á að fara á Rafsafn (Amber Museum). Í bakaleiðinni skoðuðum við Hill of Crosses og Trakai Island kastalann. Þetta verkefni var aðeins út fyrir þægindaramman en samt sem áður var þetta góð reynsla. Það var roslega gaman að fá að kynnast nýju fólki og heyra þeirra hefðir og siði. Gaman að kynnast nýrri menningu og hafa tengl út í heim.

Berlind og Helena

 

Við þökkum fyrir þetta og ljóst að ferðin var gefandi – eins og svona ferðir eiga að vera 🙂

Sveinn Þ