Allir velkomnir! Opnar frammistöðumælingar í Egilshöll

Sæl öll,

Við á afreksíþróttasviði bjóðum ykkur öll velkomin, og sérstaklega einstaklinga í 9. og 10. bekk grunnskóla. Mælingarnar fara fram 21. febrúar kl. 10-12.

Þær mælingar sem í boði verða eru:

 • Spretthraði (á 10 og 30m)
 • Skothraðapróf (með hraðamælingarbyssu)
 • Illinois agility (snerpupróf í kringum keilur)
 • Davies próf (styrkur í miðju líkamans)
 • Yfirhöfuð hnébeygja (hreyfanleiki)
 • Lóðrétt stökkhæð (með viðurkenndri aðferð)

  Mælingarnar eru ókeypis og munu þátttakendur fá létta hressingu og mælingablað með niðurstöðum.

  Í boði verður að fá upplýsingar og kynningu á náminu við afreksíþróttasviðið og námsráðgjafar á svæðinu.

  Hlökkum til að sjá ykkur!