5. afhending – og aldrei fleiri fengið styrk!

Mánudaginn 9. janúar fór fram afhending á landsliðsstyrk afreksíþróttasviðs, og var það í 5. sinn sem nemendum er veittur styrkur fyrir ferðum á vegum landsliða. Fyrir haustönn voru margir sem fengu styrk og hópurinn því sérstaklega stór – sem er frábært. Hver nemandi fékk viðurkenningarskjal og 25.000 kr. styrk greiddann.

5. afhending landsliðsstyrks í Borgarholtsskóla. Frá vinstri, efri röð. Ársæll skólameistari, Arnar Máni, Daníel Freyr, Tumi Steinn, Hafsteinn Óli, Jón Bald, Andrea J., Sveinn verkefnisstjóri. Frá hægri neðri röð; Bryndís B., Berglind B., Sara Margrét, Arnór Snær, Hjalti J., Elvar Snær. Á myndina vantar Goða Ingvar, Theu Imani og Arnar Geir.

Verkefni þeirra sem fengu styrk eru eftirfarandi

Arnór Snær og Tumi Steinn (úr Val), Arnar Máni, Daníel Freyr, Jón Bald, Hafsteinn Óli og Goði Ingvar (úr Fjölni) tóku allir þátt í undanleppni HM í Frakklandi með U17 í handbolta.

Bryndís Bolladóttir sundkona tók þátt í Norðurlandameistaramóti í 25 metra laug.

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir úr Fjölni kepptu með U19 ára landsliði kvenna í handknattleik á Opna Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð.

Hjalti Jóhannsson og Elvar Snær Ólafsson kepptu með U20 í íshokkí á HM í Mexíkó.

Þá keppti Arnar Geir Líndal körfuknattleiksmaður úr Fjölni með U16 ára landsliðinu í körfubolta.

Thea Imani úr Fylki tók þátt í verkefni með A landsliðinu í handknattleik og Sara Margrét  úr Fjölni fór til USA til móts við A-landsliðs Bandaríkjanna í handknattleik.

Óskum þessu flotta afreksfólki til hamingju með árangurinn og einnig að þau haldi áfram að standa sig svona vel.

Sveinn Þorgeirsson