RISAFRÉTT: NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS

Það má segja að árið 2017 byrji með stæl! Í dag var skrifað undir samninga milli Borgarholtsskóla og Fjölnis um starfsemi afreksíþróttasviðsins og aukið samstarf aðilanna tveggja. Ennfremur var undirritaður samningur við Reginn og Reykjavíkurborg um byggingu íþróttahúss með tveimur löglegum handboltavöllum á.

Á myndinni má sjá Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis, Dag. B. Eggertsson borgarstjóra og Ársæl skólameistara okkar undirrita samninginn í dag.

Það þarf ekki að fjölyrða um hve mikil bylting þetta er fyrir boltagreinar í Grafarvoginum. Við höfum lengi búið við aðstöðuleysi og sótt aðstöðu í nágrannasveitarfélög. Nú mun hinsvegar rísa frábært hús á góðum stað þar sem sviðið fær að blómstra.

Hlökkum til framtíðarinnar og til hamingju nemendur á afreksíþróttasviði og verðandi nemendur!

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri