Íþróttahátíð afreks tókst vel

Við enduðum veturinn á íþróttahátíð þar sem keppt var í handbolta, fótbolta, körfu og golfi að sjálfsögðu. Mikil keppni hljóp í mannskapinn og stemningin góð í liðunum.

Í lokin var það svo karfan sem hampaði sigrinum:

1 sæti – Karfan (2-2-2-1) = 27 stig

2 sæti – Handbolti (4-1-1-2) = 24 stig

3 sæti – Fótbolti (1-3-3-3) = 18 stig

4 sæti – Golf (3-4-4-4) = 3 stig

Fengum okkur svo pizzu og kók enda má það einu sinni á ári, ekki oftar.

Nokkuð ljóst er að keppnin að ári verður jafnhörð ef ekki harðari enda skemmtilegur lokapunktur á skólaárinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.