Æfingar eru byrjaðar á fullu í knattspyrnu, golfi, handbolta og körfubolta á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Við fögnum nýnemunum sem eru 42 að þessu sinni. Hópurinn lítur vel út og passar vel inní prógrammið.
Framundan eru mælingar hjá nýnemum, hlaupagreining og líkamsbeiting. Í framhaldi af því fara nýnemar í forvarnaræfingar hjá Ásmundi Arnarsyni sjúkraþjálfara.