Á föstudag munu nýnemar afreksíþróttasviðs fara í svokallaða samhristingsferð saman. Markmiðið er að hópurinn kynnist og geri eitthvað skemmtilegt saman. Brottför er frá skólanum kl. 8:15 og er áætluð heimkoma kl. 15:00.
Farið verður með rútu að Drumboddsstöðum þar sem nemendur munu klæða sig í flotgalla og fara svo í flúðasiglingu niður Hvítá. Að siglingu lokinni verður boðið upp á ljúffengan grillmat.
Nauðsynlegt er að klæðast hlýjum fötum sem hægt er að vera í innanundir flotgallanum. Einnig er nauðsynlegt að hafa aukaföt því nemendur munu blotna rækilega í flúðasiglingunni. Gufubað og búningsherbergi eru í boði fyrir nemendur eftir ferðina.