Frábær rafting-ferð í Hvítá

Það var hress og kraftmikill hópur nýnema af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla sem fór í rafting í Hvítá í hádeginu á föstudaginn var. Hópurinn samanstóð af ríflega 30 afreksnemendum í golfi, körfubolta, h2013-09-13 11.10.13andbolta og fótbolta ásamt kennurum. Sú hefð hefur myndast að fara með nýnema af afreksíþróttasviði í sérstaka hópeflisferð og er þetta í annað sinn sem farið er með hóp á Drumbodd 2013-09-13 11.10.17sstaði. Sólin skein á okkur lengst af og því allar aðstæður prýðilegar.

Það er skemmst frá því að segja að allt fór vel fram, enda fyrirmyndarhópur þarna á ferðinni sem gerir hlutina af krafti og vel! Nemendur voru skólanum og sjálfum sér til mikils sóma og skemmtu sér vel. Meðfylgjandi myndir segja allt um skemmtilega stemmningu í ferðinni.

Til að loka frábærri ferð var boðið upp á grillað lambakjöt í skálanum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.