Líkt og annað í starfi afreksíþróttasviðsins á síðari hluta þessarar annar var afhending landsliðsstyrks fyrir önnina ólík því sem áður hefur verið. Afhendingin var rafræn í þetta skiptið og á myndinni má sjá hver það voru sem hlutu styrk. Það þarf ekki að koma á óvart að styrkirnir eru færri en oft áður vegna fjölda utanlandsferða sem var aflýst nú í vor.
Frá rafrænni afhendingu landsliðsstyrks fyrir vorið 2020 (12. skiptið). Frá vinstri, Elín (íshokkí), Brynjólfur og Ragna (sund), Valdís (blak) og Þórður (karate).
Þá hefur verið opnað fyrir umsóknir í landsliðsstyrk fyrir þessa önn. Tímabilið er frá 1. janúar til ferða sem farnar hafa verið til 22. apríl á þessu ári. Ég veit að það hafa margar ferðir fallið niður að undanförnu því miður og því eflaust færri umsóknir en ella.
Þann 10. maí fór fram 6. afhending á landsliðsstyrk á afreksíþróttasviðinu. Þeir nemendur sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á vegum sérsambands fá 25.000 kr. styrk. Hér er um að ræða nemendur sem keppa fyrir Íslands hönd (ein keppir fyrir BNA) í yngri landsliðum (nokkrir hafa þó keppt fyrir A landslið).
Frá 6. afhendingu landsliðsstyrks fyrir vor 2017. Á myndinni eru: Efri röð frá vinstri; Sveinn verkefnisstjóri, Ingi Bogi aðstoðar- og Ársæll skólameistari, Tumi, Arnór, Goði, Vignir, Sara Sif, Arnar Máni, Sara Dögg, Hafsteinn, Sara Margrét, Daníel Freyr og Andrea. Neðri röð, Jón Albert, Sigríður Dröfn, Hjalti, Bryndís og Berglind. Á myndina vantar Elvar Snæ, Maksymilian Jan og Huga Rafn.
Afhendingin var sérlega fjölmenn á þessu vori og hafa aldrei fleiri fengið styrk á einni önn, eða alls 20 nemendur sem hver um sig fékk 25.000 kr. í styrk. Talnaglöggir lesendur sjá að um er að ræða hálfa milljón í styrk! Eftirfarandi nemendur fengu styrk að þessu sinni fyrir verkefni sem tilgreind eru hér að neðan.
Sara Dögg Hjaltadóttir og Sara Sif Helgadóttir tóku þátt í undankeppni í Póllandi með U17 ára landsliði kvenna í handbolta.
Arnar Máni, Goði Ingvar, Arnór Snær, Tumi Steinn, Daníel Freyr og Hafsteinn Óli tóku allir þátt í verkefni unglingalandsliði karla U17 í Frakklandi í handbolta.
Bryndís Bolladóttir sundkona var valin til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fara fram snemmsumars í San Marínó.
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir skíðakona keppti í Tyrklandi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum.
Maksymilian Jan, Vignir Freyr Arason, Hugi Rafn Stefánsson og Jón Albert Helgason ferðuðust alla leið til Nýja Sjálands til að keppa í íshokkí með U20 ára landsliði Íslands.
Hjalti Jóhannsson og Elvar Snær Ólafsson kepptu fyrir hönd Íslands í Rúmeníu á heimsmeistaramóti í íshokkí.
Berlind Benediktsdóttir og Andrea Jacobsen handboltakonur kepptu í undankeppni Evrópumótsins á Spáni í mars.
Sara Margrét Brynjarsdóttir tók þátt í verkefni með bandaríska A landsliði kvenna í handbolta í Bandaríkjunum.
Það þarf varla að taka það fram en auðvitað voru þau landi og þjóð til sóma og stóðu sig vel! Óskum þeim áframhaldandi góðs gengis í sumar.