Takk fyrir komuna VOSS GYMNAS!

Við fengum frábæra heimsókn í vikunni – nemenndur frá Voss gymnas æfðu og lærðu hjá okkur í vikunni. Þetta voru algjörir fyrirmyndar nemendur og frábært að hafa þau. Gangi þeim vel í komandi verkefnum og við hlökkum til að fá annan hóp frá norsku vinum okkar á næsta ári. #Afreks Borgarholtsskóli

Heimsókn þeirra var hluti af Nordplus samstarfi skólananna. Í fyrra fór 12 nemenda hópur frá okkur í handbolta og fótbolta til Voss. Samningurinn er til 2ja ára og því fer annar hópur frá okkur næsta haust og við fáum annan hóp frá þeim næsta skóla ár. Hlökkum til þess!

Þá vill ég nota tækifæri til að þakka Þórarni á ÍSÍ fyrir að taka á móti þeim, okkar nemendum fyrir aðstoðina við að búa til gott prógramm í kringum heimsókn þeirra hingað og þjálfara í Fjölni fyrir að taka vel á móti nemendumm VOSS og bjóða á æfingar í handbolta og fótbolta.

Dagur 2 í VOSS

Hér má lesa ferðasögu þeirra Ísabellu og Maríu í ferð þeirra í VOSS í Noregi á vegum skólans.

Eftir morgunmat lögðum við af stað niðri í skola þar sem við áttum að fara á fyrirlestur og á æfingu eftir það. Þegar við mættum á svæðið var æfingin að byrja, þannig við drifum okkur í föt og á æfingu. Við æfðum á gervigrasi fyrir utan skólann. Þar sem þar er flott aðstæða. 2 gervigrasvellir, 2 grasvellir og track and field völlur. Á æfingunni, hituðum við upp með sendingum og tækni. Eftir það var tekin snerpa og drillur síðan var tekið spil á litlum velli, á lítil mörk, við æfðum með strákum fram að spili.

Eftir æfingu fórum við í fimleikasalin þar sem við hittum við þjálfarann Jóakim, og lagði hann fyrir okkur margar þrautir (t.d hoppa á púða þar sem margir féllu á andlitið, hoppa í heljarstökk o.fl.), og þegar í heildina var litið var það Gunni Már sem kom best út úr fimleikunum.

Þegar fimleikunum var lokið var frjáls tími til klukkan 16:00, þar sem næsta æfing myndi byrja. Sumir nýttu tímann í legu, en við stelpurnar exploruðum skólann og bæinn, og komumst að því að þetta er fallegur og krúttlegur bær.

Svo var haldið og æfingu. Þar sem stelpurnar á æfingu hjá Mfl FBK-Voss (sem eru í 3. Efstu deild af 5). Strákarnir fóru á æfingu hjá Mfl Karla hjá FBK-Voss (sem eru í 5. Efstu deild af 8). Segja má að við höfum bætt gæðin báðu meigin. Það er offseason hjá stelpunum núna en þær spiluðu síðasta leikin sinn á sunnudaginn, þannig leikmennirnir sem búa í Bergen voru ekki á staðnum sem voru þeirra sterkustu. Á æfingunni djokaði þjálfarinn með það að hann væri búin að kaupa 4 íslenska leikmenn Hegranesi. Æfingin var flott byrjuðum á æfingu mjög svipuð Finnska reitnum sem er Possesion æfing, en norðmaðurinn er mikið fyrir sendingar og tempo hér í Noregi. Svo var tekið spil á ½ velli, þar sem Íslendingunum var skipt niður í sitthvort liðið.

Bærinn VOSS

Eftir æfingu löppuðum við heim í kvöldmat samferða Ingibjörgu sem á heima í Voss og spilar með liðinu sem við æfum með.

Eftir mat ætluðum við stelpunar í sund en þegar þangað var komið var hún lokuð. Þá sáum við að það var leikir í gangi og horfðum við á fyrri hálfleik og förum í bæjarrölti eftir það. Þegar heim var komið var spila borðtennis, Pool og spil. Svo var undirbúið sig fyrir morgun daginn. Þar sem við förum til Bergen og Æfum með Brann.

Ísabella Anna og María Eir

Æfingaaðstaðan í VOSS

 

Ferðasaga nemenda í VOSS

Sæl öll,

Fyrsta ferðin er hafin í samstarfi VOSS skólans og Borgarholtsskóla. Verkefnið fékk styrk frá Nordplus og munum við því fá heimsókn í mars nk. frá þeim. Verkefnið er til 2ja ára og mun því annar hópur frá Borgarholtsskóla fara á næsta ári til VOSS.

Hér er ferðasaga frá 1. degi frá þeim Viktori og Valgeiri

Jæja, þá hefst ferðalagið sem við öll höfum beðið eftir. Við ætlum að segja ykkur aðeins frá því hvernig okkar fyrsti dagur var. Þetta byrjaði allt á því að rútubílstjórinn lenti í Breiðholtinu en ekki á flugvellinum. Sem betur fer náðum við að breyta tveimur flugum yfir í eitt. Flogið var beint til Bergen og þaðan keyrt í rúmlega eina og hálfa klukkustund til Voss þar sem við dveljum yfir vikuna. Hótelið er sæmilegt, fínn matur, lélegt klósett, og góð rúm. Við fengum hakk og spagetti í kvöldmat fyrsta daginn sem var upp á 10. Eftir mat skelltum við okkur í Pool og Ping Pong. Eftir það fórum við svo að íhuga að svefninum um klukkan 10:30. Mjög skemmtilegur dagur að baki og allir hressir.

Hér má sjá hvar VOSS er staðsett á landakorti 🙂

með nemendum í för eru þeir Gunnar Már og Sigurður Þórir

Milljónastyrkur fyrir nemendur afreksins til Noregsferða

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að skólinn okkar í samstarfi við íþróttabraut framhaldsskólans í VOSS í Noregi hafa fengið NORDplus styrk. Styrkurinn er til 3ja ára og byggir á því að hópur nemenda frá Noregi koma hingað til lands og við förum út til þeirra. Norski skólinn á veg og vanda að umsókninni og er hún sniðin að handbolta og fótboltanemendum.

Fyrsta ferð er fyrirhuguð strax á næstu önn. Nánari upplýsingar um uppsetningu og framkvæmd koma í sumar og verkefnið fer á fullt strax á fyrstu vikum næstu hausthannar.

Til hamingju með þetta kæru nemendur,

Hlökkum til að fara til Noregs og læra!

Sveinn og kennarar