Milljónastyrkur fyrir nemendur afreksins til Noregsferða

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að skólinn okkar í samstarfi við íþróttabraut framhaldsskólans í VOSS í Noregi hafa fengið NORDplus styrk. Styrkurinn er til 3ja ára og byggir á því að hópur nemenda frá Noregi koma hingað til lands og við förum út til þeirra. Norski skólinn á veg og vanda að umsókninni og er hún sniðin að handbolta og fótboltanemendum.

Fyrsta ferð er fyrirhuguð strax á næstu önn. Nánari upplýsingar um uppsetningu og framkvæmd koma í sumar og verkefnið fer á fullt strax á fyrstu vikum næstu hausthannar.

Til hamingju með þetta kæru nemendur,

Hlökkum til að fara til Noregs og læra!

Sveinn og kennarar