Ferðasaga nemenda í VOSS

Sæl öll,

Fyrsta ferðin er hafin í samstarfi VOSS skólans og Borgarholtsskóla. Verkefnið fékk styrk frá Nordplus og munum við því fá heimsókn í mars nk. frá þeim. Verkefnið er til 2ja ára og mun því annar hópur frá Borgarholtsskóla fara á næsta ári til VOSS.

Hér er ferðasaga frá 1. degi frá þeim Viktori og Valgeiri

Jæja, þá hefst ferðalagið sem við öll höfum beðið eftir. Við ætlum að segja ykkur aðeins frá því hvernig okkar fyrsti dagur var. Þetta byrjaði allt á því að rútubílstjórinn lenti í Breiðholtinu en ekki á flugvellinum. Sem betur fer náðum við að breyta tveimur flugum yfir í eitt. Flogið var beint til Bergen og þaðan keyrt í rúmlega eina og hálfa klukkustund til Voss þar sem við dveljum yfir vikuna. Hótelið er sæmilegt, fínn matur, lélegt klósett, og góð rúm. Við fengum hakk og spagetti í kvöldmat fyrsta daginn sem var upp á 10. Eftir mat skelltum við okkur í Pool og Ping Pong. Eftir það fórum við svo að íhuga að svefninum um klukkan 10:30. Mjög skemmtilegur dagur að baki og allir hressir.

Hér má sjá hvar VOSS er staðsett á landakorti 🙂

með nemendum í för eru þeir Gunnar Már og Sigurður Þórir

Milljónastyrkur fyrir nemendur afreksins til Noregsferða

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að skólinn okkar í samstarfi við íþróttabraut framhaldsskólans í VOSS í Noregi hafa fengið NORDplus styrk. Styrkurinn er til 3ja ára og byggir á því að hópur nemenda frá Noregi koma hingað til lands og við förum út til þeirra. Norski skólinn á veg og vanda að umsókninni og er hún sniðin að handbolta og fótboltanemendum.

Fyrsta ferð er fyrirhuguð strax á næstu önn. Nánari upplýsingar um uppsetningu og framkvæmd koma í sumar og verkefnið fer á fullt strax á fyrstu vikum næstu hausthannar.

Til hamingju með þetta kæru nemendur,

Hlökkum til að fara til Noregs og læra!

Sveinn og kennarar

Hans í Tromsø IL á reynslu!

Það gerist reglulega að nemendur okkar fara út á reynslu með erlendum félagsliðum. Síðasti afreksíþróttanemandinn sem fór í slíka ferð var Fjölnismaðurinn Hans Viktor Guðmundsson. Hann segir ferðina hafa verið mjög skemmtilega og reynslan að kynnast lífi atvinnumannsins áhugaverð.

allir dagarnir voru svipaðir hjá okkur það var yfirleitt æfing klukkan 11:00 eða 14:00 og það var oft morgunmatur eða hádegismatur fyrir eða eftir æfingu á vellinum með öllu liðinu. Það voru 3 videofundir þar sem andstæðingurinn var greindur og hvernig þeir spiluðu og hvernig þeir pressuðu.

TROMSÖ.jpg
Hér má sjá Hans til vinstri ásamt þjálfara og öðrum leikmanni sem var á reynslu hjá félaginu á sama tíma.

Hann var ekki eini Fjölnismaðurinn á svæðinu því hann dvaldi m.a. hjá Aroni Sigurðssyni sem nýverið skrifaði undir hjá liðinu.

þar spiluðum við eða vorum í playstation eða horfðum á fótboltaleiki og körfuboltaleiki…þannig þetta var mjög skemmtileg ferð og gaman að upplifa hvernig atvinnumennskan er. Það var aðeins meira tempó á æfingum en hérna heima og aðeins meiri gæði sem var mjög skemmtilegt.

Gaman að sjá okkar nemendur fara í svona verkefni! Þess má geta að Hans er stefnir á útskrift frá Borgarholtsskóla í vor.

Gangi þér vel Hans!

með kveðju

Sveinn verkefnisstjóri og þjálfarar AÍS