Ferðasaga nemenda í VOSS

Sæl öll,

Fyrsta ferðin er hafin í samstarfi VOSS skólans og Borgarholtsskóla. Verkefnið fékk styrk frá Nordplus og munum við því fá heimsókn í mars nk. frá þeim. Verkefnið er til 2ja ára og mun því annar hópur frá Borgarholtsskóla fara á næsta ári til VOSS.

Hér er ferðasaga frá 1. degi frá þeim Viktori og Valgeiri

Jæja, þá hefst ferðalagið sem við öll höfum beðið eftir. Við ætlum að segja ykkur aðeins frá því hvernig okkar fyrsti dagur var. Þetta byrjaði allt á því að rútubílstjórinn lenti í Breiðholtinu en ekki á flugvellinum. Sem betur fer náðum við að breyta tveimur flugum yfir í eitt. Flogið var beint til Bergen og þaðan keyrt í rúmlega eina og hálfa klukkustund til Voss þar sem við dveljum yfir vikuna. Hótelið er sæmilegt, fínn matur, lélegt klósett, og góð rúm. Við fengum hakk og spagetti í kvöldmat fyrsta daginn sem var upp á 10. Eftir mat skelltum við okkur í Pool og Ping Pong. Eftir það fórum við svo að íhuga að svefninum um klukkan 10:30. Mjög skemmtilegur dagur að baki og allir hressir.

Hér má sjá hvar VOSS er staðsett á landakorti 🙂

með nemendum í för eru þeir Gunnar Már og Sigurður Þórir