Hans í Tromsø IL á reynslu!

Það gerist reglulega að nemendur okkar fara út á reynslu með erlendum félagsliðum. Síðasti afreksíþróttanemandinn sem fór í slíka ferð var Fjölnismaðurinn Hans Viktor Guðmundsson. Hann segir ferðina hafa verið mjög skemmtilega og reynslan að kynnast lífi atvinnumannsins áhugaverð.

allir dagarnir voru svipaðir hjá okkur það var yfirleitt æfing klukkan 11:00 eða 14:00 og það var oft morgunmatur eða hádegismatur fyrir eða eftir æfingu á vellinum með öllu liðinu. Það voru 3 videofundir þar sem andstæðingurinn var greindur og hvernig þeir spiluðu og hvernig þeir pressuðu.

TROMSÖ.jpg
Hér má sjá Hans til vinstri ásamt þjálfara og öðrum leikmanni sem var á reynslu hjá félaginu á sama tíma.

Hann var ekki eini Fjölnismaðurinn á svæðinu því hann dvaldi m.a. hjá Aroni Sigurðssyni sem nýverið skrifaði undir hjá liðinu.

þar spiluðum við eða vorum í playstation eða horfðum á fótboltaleiki og körfuboltaleiki…þannig þetta var mjög skemmtileg ferð og gaman að upplifa hvernig atvinnumennskan er. Það var aðeins meira tempó á æfingum en hérna heima og aðeins meiri gæði sem var mjög skemmtilegt.

Gaman að sjá okkar nemendur fara í svona verkefni! Þess má geta að Hans er stefnir á útskrift frá Borgarholtsskóla í vor.

Gangi þér vel Hans!

með kveðju

Sveinn verkefnisstjóri og þjálfarar AÍS