Golfararnir okkar í Portúgal!

Nemendur í golfi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla fóru á dögunum í æfingaferð til Morgado í Portúgal. Ferðin var farin með VITAgolf og í samfloti með Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Drengirnir 3 stóðu sig afar vel og voru bæði sér og skólanum til mikils sóma. 8 – 10 klst á hverjum degi var varið í æfingar og spil á glæsilegum golfvöllum en á Morgado svæðinu eru tveir 18 holu golfvellir og frábær æfingaaðstaða. Ferðin var farin dagana 4-11. apríl og munar gríðarlega mikið að fá 7 góða daga við bestu aðstæður.

Drengirnir eiga hrós skilið fyrir flotta frammistöðu og koma þeir klárir inn í golfsumarið 2016.

Mynd frá ferðinni nú í apríl.
Mynd frá ferðinni nú í apríl. Birgi til vinstri, Jón fyrir miðju og Aron til hægri.