Minnum umsækjendur á að skila inn SKRIFLEGRI umsókn einnig

Bréf til umsækjenda á afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla vorið 2018

Kæri umsækjandi,

Um leið og við þökkum þér fyrir sýndan áhuga á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla viljum við benda þér á að það er afar mikilvægt að ganga frá umsókn á sviðið SKRIFLEGA samhliða rafrænni umsókn. Sá hluti snýr að íþróttalegum bakgrunni þínum. Hafir þú þegar gengið frá þessum hluta þökkum við þér kærlega fyrir.

Biðjum við þig að fylla út umsóknareyðublað sog skila á skrifstofur skólans á skrifstofutíma eða á sveinn@bhs.is fyrir 12. júní nk. Eyðublaðið má nálgast hér: Umsokn 2018 afrekssvid 

Í því felst að fylla út meðfylgjandi eyðublað og skila inn meðmælum frá þjálfara sem hefur starfað með þér á undanförnum misserum.

Við minnum á að almennur umsóknarfresturinn er til 8. júní nk. og niðurstöðu er að vænta um viku síðar. Ef einhverjar spurningar vakna bendum við á vefsíðu sviðsins (http://afrek.bhs.is/) þar sem ýmsar upplýsingar er að finna. Einnig má beina fyrirspurnum til sviðsstjóra, tölvupóstfang sveinn@bhs.is.

Með kærri kveðju

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri Afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla