Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs var veittur nú fyrir helgi og þáðu 17 nemendur styrk. Eins og svo oft áður eru verkefnin fjölbreytt eins og greinarnar sem nemendur koma úr og hér er stutt samantekt.
Arnór Snær, Arnar Máni, Daníel Freyr, Viktor Gísli og Hafsteinn Óli kepptu með U18 ára handboltalandsliðinu og sigruðu Sparkassen mótið í Þýskalandi.
Bergrún Ósk keppti fyrir hönd Íþróttafélags fatlaðra á Ítalíu í 100, 200 og 400m hlaupi ásamt langstökki.
Brynjólfur Óli var á Tenerife með sundlandsliðinu í verkefni sem er liður í undirbúningi fyrir Summer Youth Olympics í október í Argentínu.
Daníel Sverrir Guðbjörnsson ásamt dansfélaga sínum urðu Austur-Bandaríkjameistarar 2018 og eru sem stendur í 13. sæti í Evrópu yfir sterkustu pörin.
Jóhann Árni og Valgeir Lunddal kepptu í milliriðli fyrir undankeppni Evrópumóts U17 í fótbolta. Þar spiluðu þeir við stórþjóðir í fótboltanum, Holland, Ítalíu og Tyrkland, en máttu sætta sig við tap að þessu sinni.
Viktor Andri og Ómar Castaldo tóku þátt í æfingamóti á vegum U17 ára landsliðsins í fótbolta í Hvíta-Rússlandi þar sem 4 sigrar unnust og 1 tap var staðreyndin.
Ellert Kristján og Magnús Gauti eru úti í Grænlandi þegar þessi frétt er skrifuð að keppa í borðtennis fyrir Íslands hönd.
Jón Albert keppti í Króatíu með U18 ára landsliði Íslands í íshokkí. Leikið var á Heimsmeistaramóti 2. deild B og töpuðu Jón og félagar öllum sínum leikjum því miður.
Steindór Máni keppti með U20 í keilu í Katar í febrúar og Evrópumóti unglinga í Danmörku þar sem Steindór byrjaði mótið afar vel og endaði í 26. sæti, og rétt missti af þátttökurétt í Masternum sem 24. efstu sætin gáfu.

Svona lítur viðurkenningaskjalið út sem nemendur fengu. Til hamingju aftur öll!
með vor-kveðju!
Sveinn og kennarar á afreksíþróttasviði