Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðsins var afhentur í 7. sinn mánudaginn 8. janúar sl. Það var og er alltaf góð stund og í þetta skiptið voru það hvorki fleiri né færri en 19 nöfn sem höfðu tekið þátt í verkefnum landsliða á vegum sérsambands á síðustu önn. Það er glæsilegur árangur og hér gefur að líta yfirlit yfir nemendurna og hvað þau voru að fást við.

Verkefnin sem styrkt voru eru eftirtalin:
Ólympíumót æskunnar þar sem handboltaleikmennirnir Tumi, Arnar, Hafsteinn, Daníel, Björgvin, Þorleifur, Arnór og Goði kepptu fyrir Íslandshönd með U18 ára landsliði Íslands og enduðu í 8. sæti. Þess má geta að þeir kepptu einnig á Sparkassen Cup í Þýskalandi og sigruðu, fyrst íslenskra ka. landsliða til að gera það eftir 20 ára þátttöku í mótinu.
Magnús Gauti borðtennisspilari keppti á sterku móti í Finlandi í byrjun árs og sigraði þar tvær viðreignir sem telst góður árangur.
Norðurlandamótið í sundi skartaði 3 nemendum frá okkur. Bryndís Bolladóttir nældi sér í brons og persónulegar bætingar. Brynjólfur keppti og komst í úrslit í 200m baksundi og var 9. 100m baksundi. Ragna Sigríður keppti svo í 200m skriðsundi þar sem hún hafnaði í 9. sæti.
Andrea Jacobsen lék með A-landsliði Íslands í undankeppni EM í handbolta í tapleikjum gegn sterkum liðum Dana og Tékka.
Jón Albert lék með U18 ára íshokkílandsliði karla á HM 2. deild. Þar endaði liði í 5. sæti.
Ómar, Jóhann og Sigurjón kepptu með U17 ára landsliði Íslands í fótbolta í riðlakeppni EM sem fram fór í Finlandi. Drengirnir stóðu sig vel og komust áfram í milliðriðil.
Frjálsíþróttafólkið okkar lét ekki sitt eftir liggja. Kolbeinn Tómas keppti á Norðurlandamóti Unglinga í fjölþrautum. Þar hafnaði hann í 5. sæti í U18 ára flokki. Bergrún Ósk keppti á HM unglinga í Nottwill í Swiss og hafnaði þar í 1., 4. og 6. sæti í keppni í þrautum.
Við óskum nemendum til hamingju með árangurinn og velfarnaðar á íþrótta og skólaárinu 2018!
Sveinn verkefnisstjóri og þjálfarar