Búningarnir afhentir!

Það var mikil jákvæð spenna í loftinu í gær þegar búningarnir voru afhentir með nýju merki skólans. Nemendur fengu þar utanyfirtreyju, boli, stuttbuxur og sokka. Fyrsta árið fékk svo töskur, annað ári nuddrúllur og þriðja árið jafnvægispúða líkt og venjan er. Á öllum æfingum eftir þetta eiga nemendur að klæðast þessum fatnaði svo þar verður mikill og góður heildarbragur á hópnum eftir þetta.

Við sama tækifæri var handsalaður samningur við Styrk ehf sjúkraþjálfunarstöð uppi  á Höfða. Í gegnum Styrk fá nemendur sviðsins frábæran aðgang að tímum í sjúkraþjálfun hjá Valgerði Tryggvadóttur sem starfar hjá Styrk, og vinnur einnig hjá okkur á afreksíþróttasviðinu við kennslu.

Mynd af Ársæli skólameistara og Auði frá Styrk handsala samninginn. Nánar má lesa um samstarfið hér á síðu sviðsins.