Afrekskonur á leið til Rúmeníu

Afreksstelpurnar Hulda Hrund Arnarsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir eru á leið til Rúmeníu á morgun með u17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hulda er sókndjarfur kantmaður sem er dugleg að skora mörk og María er varnarmiðjumaður sem heldur svæði vel og vinnur marga bolta fyrir lið sitt.  Ísland keppir við Rúmeníu, Írland og Spán í þessum milliriðli Evrópumótsins. Það lið sem vinnur riðilinn fer áfram í úrslitakeppni EM sem fram fer í desember.

Diljá Mjöll Aronsdóttir og Nína Kolbrún Gylfadóttir voru einnig valdar í æfingahóp en fóru ekki í lokahóp að þessu sinni. Engu að síður frábær árangur hjá þeim.

Leave a Reply

Your email address will not be published.